Heilsuvernd - 01.03.1950, Blaðsíða 14
6
HEILSUVERND
árum mínum. Og magasár voru áreiðanlega fágæt, meðan
sauðamjólk, fjallagrös, heimamalað mjöl og aðrar heil-
næmar fæðutegundir voru á hvers manns borði, óskemmd-
ar af kryddi og öðrum nýtízku aðferðum matreiðslu-,,menn-
ingarinnar“, en lítið um salt, hvítan sykur, hvítt hveiti
og aðrar ,,hvítar“ vörur, sem eru nú yfir 1/3 hluti af dag-
legri fæðu þjóðarinnar og hjá einstaklingum ýmsum miklu
meira. Eg sá, að berklaveiki batnaði á 2 til 3 mánuðum,
ef sjúklingurinn drakk mikið af nýmjólkaðri sauðamjólk,
jafnvel þótt hann lægi úti með fénu í misjöfnu veðri. Hrörn-
unarsjúkdómarnir eru sem ber á sama kvisti, sprottnir af
sömu rót. Aðalorsökin er mengun líkamans óhreinum efn-
um, bæði utan og innan að, og þó einkum úrgangs- og eit-
urefnum, sem myndast í líkamanum sjálfum vegna neyzlu
ónáttúrlegrar og dauðrar fæðu. Blóðið mengast þessum efn-
um, sem komast ekki nógu ört út úr líkamanum, og verð-
ur þess vanmegnugt að veita hverju líffæri og hverri frumu
þá hreinu lífsnæringu, sem þær eiga heimtingu á. Þá bil-
ar fyrst það líffærið, sem viðkvæmast er.
Hér á landi ríkir miðaldafáfræði í matarhæfi meðal ráð-
andi manna og annarra, og engin vanþekking er hættu-
legri en vanþekking á þessu sviði. Hún lýsir sér m. a.,
hvar sem til mannfagnaðar er stofnað. Hér er um að ræða
skilningsleysi á því Guðs lögmáli, sem segir frá í 1. kap.
29. versi í 1. bók Mósesar. Þeir sem ekki hafa lesið hinn
fyrsta matseðil og fullkomnasta, sem skrifaður hefir verið,
ættu að fletta upp á þessum stað í Biblíunni.
Vér fslendingar erum eins og hjörð í harðindum í hönd-
um skilningslausra hjarðsveina. Til mín hafa komið nú að
undanförnu venju fleiri sjúklingar með greinilegan vott af
skyrbjúgi. Þetta er ekki undarlegt, þegar bannað er að
flytja inn nýtt grænmeti og ávexti á þeim tíma, þegar
þess er mest þörf. Þurrkaðir ávextir eru einnig að mestu
bannvara, og eru þeir þó engin munaðarvara. Rúsínur
eru nauðsynlegar til að búa til krúsku, sem átt hefir mikinn
þátt í að bjarga heilsu fjölda manna. En svo fást hér alls-