Heilsuvernd - 01.03.1950, Side 19
HEILSUVERND
11
stéttarbræður þeirra, fullyrða, að til séu aðrár leiðir, sem
almenningur hlýtur að eiga heimtingu á að kynnast.
Læknar okkar hafa rætt og ritað allmikið um þessi efni
að undanförnu. Er þar mikinn fróðleik að finna, en einnig,
því miður, svo miklar mótsagnir, að almenningur er litlu
nær um meginatriði málsins: orsakir sjúkdómsins og varn-
ir gegn honum, aðrar en þær að leggjast undir hnífinn.
1 öðru orðinu segja læknar, að þeir viti ekkert um orsakir
krabbameins. En í hinu orðinu skýra þeir frá orsökum
sumra algengustu krabbameina, þeirra á meðal maga-
krabba, sem er langtíðasta krabbameinið og dr. Halldór
Hansen telur stafa m. a. af röngum matar- og drykkjar-
venjum, og lungnakrabba, sem fer vaxandi hér sem viðar
og er sumstaðar orðinn með tíðustu krabbameinum, og próf.
Dungal telur líklegt að stafa muni af reykingum. Þá skýrir
próf. Dungal frá því, að hægt sé að framkalla krabbamein
í lifur hjá dýrum með smjörlit (sbr. grein í síðasta hefti),
en þó því aðeins, að B2-fjörefni vanti í fóðrið. Er þetta í
fullu samræmi við þær kenningar, sem skýrt hefir verið
frá hér í þessum greinaflokki, að krabbamein stafi aðal-
lega af þessu tvennu: 1) langvarandi verkunum eiturefna
og 2) rangri næringu. Þegar læknar þrátt fyrir þessar
játningar halda áfram að fullyrða, að mataræðið og lifn-
aðarhættirnir standi ekki í neinu sambandi við myndun
krabbameins, eru það bersýnilega ieifar frá þeim tímum,
er menn vissu raunverulega ekki betur, en samrýmist
enganveginn nútíma þekkingu. Auk þess er slík fræðsla ó-
heppileg og hættuleg fyrir þá sök, að hún elur upp kæru-
leysi í mönnum gagnvart lífsvenjum sínum og dregur úr
viðleitni þeirra til að bæta þær.
Svipað þessu er viðhorf lækna okkar gagnvart hinum
„náttúrlegu" lækningaaðferðum svonefndu. Til eru mörg
dæmi þess, sum staðfest af læknum, að krabbamein hafi
læknazt, annaðhvort sjálfkrafa eða með breyttum lifn-
aðarháttum. Lesendum Heilsuverndar eru kunn slík dæmi,
m. a. hvernig danski læknirinn frú Nolfi læknaði sig af