Heilsuvernd - 01.03.1950, Page 22
14
HEILSUVERND
að gildir um heilhveitibrauð, þótt fytinsýran sé minni í
þeim og minnki við baksturinn“.
Hér er með öðrum orðum verið að hræða fólk frá að nota
hafra og heilhveiti — og ósigtað rúgmjöl — til manneldis.
Fyrir fáum árum ritaði próf. Dungal góða grein í Heil-
brigt líf og hvatti menn til að nota heilhveiti. Og á siðari
árum hafa margir læknar tekið í sama streng, enda al-
kunna, hvílíka yfirburði heilhveiti hefir fram yfir hvítt
hveiti og að það er með elztu og hollustu fæðutegundum.
Og svo kemur próf. Dungal, á því herrans ári 1950, sjálf-
um sér og öðrum í opna skjöldu með þá kenningu, að heil-
hveiti og haframjöl sé hættulegt vegna fytinsýrunnar! —
Væri ekki með jafnmiklum rétti hægt að segja, að fiskur
væri hættulegur, vegna þess að hann inniheldur joð, en
joð er eitur, eins og allir vita. I flestum matvælum eru
efni, fleiri eða færri, sem ein út af fyrir sig verka sem eitur-
efni, en eru ósaknæm og jafnvel nauðsynleg í hinum
lífrænu samböndum sínum í náttúrulegum matvælum.
Fytinsýran í höfrum, hveiti og rúgi þarf því ekki að hræða
neinn frá að nota þessi heilnæmu matvæli. Þetta sannar
ævaforn reynsla heilla þjóða. Enski manneldisfræðingur-
inn og læknirinn McCarrison segir frá því í riti, sem brátt
verður gefið út af NLFl, að hraustustu þjóðflokkar Ind-
lands séu þeir, sem lifi aðallega á hveiti (heilhveiti). Og
um langt skeið voru hafrar ein aðalfæða Skota, sem þótti
sérstaklega harðgerð og hraust þjóð. En þess ber að geta,
að þeir notuðu ekki valsaða hafra, heldur heila eða nýkurl-
aða. Haframjölið, sem hingað flyzt, er skemmdur matur,
vegna upphitunar og langvarandi geymslu eftir mölun. Séu
hafrarnir borðaðir nýmalaðir eða grófkurlaðir (,,skornir“),
eru þeir ein næringarríkasta og hollasta korntegund, sem
völ er á. „Skornir“ hafrar hafa verið fluttir inn á vegum
NLFÍ, og allir þeir, sem notað hafa þá í krúsku eða á ann-
an hátt, ljúka á þá miklu lofsorði.
Þá varar próf. Dungal við því að gefa ungbörnum „mik-
ið af grautum (hrísgrjón, hafragrjón o. s. frv.) og kart-