Heilsuvernd - 01.03.1950, Page 23

Heilsuvernd - 01.03.1950, Page 23
HEILSUVERND 15 öflum“, en telur „gott skyr, saxað kjöt, lifur eða kjötsafa miklu betri næringu fyrir barnið“. Ef eftir þessu væri far- ið, leiddi af því alltof mikla neyzlu eggjahvítu, sem er einn aðalgallinn á mataræði Islendinga. Úr því gæti einmitt aukin kartöfluneyzla bætt að nokkru. Geta má þess, að í kartöfluhýði er talsvert af járni, og einnig í hýði kornteg- unda. Hinsvegar er notagildi járnsins í kjötinu tiltölulega lítið, og kemur það því að takmörkuðum notum sem járn- gjafi. Þá má minna á það, að margir læknar og næringar- fræðingar ráða algjörlega frá því að gefa ungbörnum kjöt- eða fiskmeti (sjá t. d. „Nýjar leiðir II“, grein um með- ferð ungbarna eftir ameríska lækninn R. Alsaker). Og ekki verður vart við blóðleysi í þeim börnum, sem farið hefir verið með eftir þessum reglum hér á landi. Þá hefir verið sagt frá tilraunum, sem hægt er að skilja á þá leið, að konur, sem eru „dætur mæðra, sem fengið hafa brjóstakrabba“, eigi ekki að hafa börn sín á brjósti og sízt meybörn. Og er þetta vegna þess, að einhver læknir í Ameríku ,,heldur“, að sjúkdómurinn kunni að vera smit- andi. Fræðsla af þessu tagi er verri en engin. Brjóstamjólk- in er eina rétta næring ungbarnsins, og vegna óljósra grun- semda eða bollalegginga er rangt að fæla mæður frá að veita barni sínu hana. I þessu sambandi er það heldur ekki einskisvert, að konur, sem hafa börn sín á brjósti, fá síður brjóstakrabba en aðrar. ÁVÖXTUR MENNINGARINNAR. 1 nýútkomnum Heilbrigðisskýrslum fyrir árið 1945 eru þessi um- mæli höfð eftir lækninum í Ólafsvík: „Taugasjúkdómar má ég segja, að séu mín stærsta sjúklingasyrpa, að frátalinni tannátu og ef til vill gigtinni, og allt þetta þrennt samtvinnað sín á milli, svo og blóðleysi, og allt er þetta ávöxtur af bölvaðri menningunni eða öllu heldur ómenningu, henni samtvinnaðri".

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.