Heilsuvernd - 01.03.1950, Blaðsíða 26

Heilsuvernd - 01.03.1950, Blaðsíða 26
HEILSUVERND Hálseitlaskurðir 1 Heilbrigðisskýrslum fyrir 1945 birtir landlæknir bréf, er hann ritaði Læknafélagi Reykjavíkur í ágúst það ár. Fjallar bréfið um misnotkun á takmörkuðu rými í sjúkra- húsum. Landlæknir segir, að árið 1942 hafi 13 til 30% sjúklinga á sjúkrahúsi Hvítabandsins og St. Jósepsspítölum í Reykjavík og Hafnarfirði legið þar vegna aðgerða í hálsi, sem hann telur aðallega hafa verið fólgnar í brott- námi gómeitlanna (tonsillectomia). Lætur hann þess get- ið, að síðan muni ekki hafa orðið minni brögð að þessu. „Eðlilegt er,“ segir landlæknir, ,,að sú spurning vakni, hvort allt þetta tonsillectomiaefargan eigi fullkominn rétt á sér, og því heldur, sem vitað er, að ýmsir hinir merkustu lceknar hrista yfir því höfuðin sín á milli. En jafnvel þó að aðgerðir þessar ættu meiri eða minni rétt á sér við hlið annarra aðgerða, sem um er deilt, er þá bráðnauðsynlegt, að þær fari fram með allri viðhöfn á sjúkrahúsi? Og þó að það kynni út af fyrir sig að vera æskilegt, er þá for- svaranlegt að taka upp rúm á sjúkrahúsum fyrir slikt dútl til líka við það, sem hér er gert?“ (Leturbr. hér). Síðan fer landlæknir þess á leit, að Læknafélagið taki þetta mál til athugunar. Eftirrit af bréfinu sendir landlæknir trygg- ingaryfirlækni með sömu tilmælum. Þar lætur hann þess getið, að á Akureyri hafi þessar aðgerðir einnig verið komn- ar út í öfgar. En þar hafi sjúkrasamlagið „brugðizt svo við að krefjast yfirskoðunar og samþykkis trúnaðarlæknis í hverju einstöku tilfelli, ef sjúkrasamlagið ætti að bera kostnað af aðgerðinni." Við þetta hafi þessar aðgerðir því nær horfið úr sögunni „án sýnilegs heilsutjóns fyrir aðila.“

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.