Heilsuvernd - 01.03.1950, Side 28

Heilsuvernd - 01.03.1950, Side 28
HEILSUVERND Höfuðverkur Nýlega birtist í heilbrigðissíðu dagblaðsins Vísis þýdd grein um höfuðverk. Er þar getið um ýmsar orsakir höfuð- verkjar, en ekki eina þá algengustu, sem er myndun eitur- efna í meltingarfærunum vegna rangrar fæðu og tregrar meltingar. Höf. gefur ýms ráð, sem aðallega eru í því fólg- in að leita læknis og nota meðul. En það er tvennt, sem vekur sérstaka athygli í greininni, og fyrir það er hún gerð að umtalsefni hér. Talað er um ýms lyf við höfuðverk. En „beztu lyfin eru aðallega slík, að þau lina kvalir, en verka ekki á sjálfa orsök verkjanna.“ (Leturbr. hér.) Hitt atriðið er, að í þeim hluta greinarinnar, sem fjallar um ráð við höfuðverk, stendur þetta: „Notaðu tóbak og áfengi, ef þii þai'ft, en í hófi“ (leturbr. hér). En á sjúkling- urinn þá að ákveða sjálfur, hvort hann „þarf“ tóbak og áfengi og hvar takmörkin eru milli hófs og óhófs? Á sömu síðu eru þessi orð höfð eftir frönskum lækni um vínið: „Það bætir næringuna og styður að festu í skaygerð mannaí (leturbr. hér). Hafa menn heyrt fyndn- ara, að áfengi styðji að festu í skapgerð manna? Það mun vera læknir, sem annast þessa síðu í Vísi. Og hér boðar hann óspart trúna á eitrið og lyfin, „trúna á lygina“, eins og tveir merkir íslenzkir læknar hafa kallað það (sjá 3. hefti 1947). Að gefa lyf, sem deyfa þrautir en verka ekki á orsökina, er blekking. Sjúklingurinn trúir því, að lyfið hafi læknað sig, og hann fer að trúa á lyfið, trúa á „lygina“. — I 1.—2. hefti HEILSUVERNDAR 1946 er ágæt grein um höfuðverk eftir amerískan lækni. Þá grein ættu allir, sem eiga vanda til höfuðverkjar, að lesa.

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.