Heilsuvernd - 01.03.1950, Page 36

Heilsuvernd - 01.03.1950, Page 36
28 HEILSUVERND LIÐAGIGT LÆKNAST MEÐ MATARÆÐI. Sænskur myndhöggvari, Edvard Bechteler að nafni, varð yfir- kominn af liðagigt, þegar hann var kominn hátt á sextugs aldur. Hann hafði miklar þrautir, átti erfitt með að hreyfa sig og gat ekk- ert unnið. Hann hafði áður þjáðst mjög af tregum hægðum og notað kynstrin öll af hægðalyfjum, sem gáfu honum enga varanlega bót. Þvagið var gruggugt, og auk þess hafði hann orðið fyrir því óláni að lamast öðru megin, svo að hann gat ekki hreyft sig i þrjá mánuði. Læknisráð komu að engu gagni. Fyrir skömmu breytti hann um lifnaðarhætti og tók upp mjólkur- og jurtafæði að hætti Are Waerlands. Hann tók í fyrstu nærri sér að hætta við tóbakið, en komst fljótt yfir það. Heilsufarið breyttist þegar til hins betra, og eftir stuttan tíma var hann sem nýr maður. Liðagigtin hvarf með öllu, meltingin komst í bezta lag, þvagið varð tært, og lömunin varð einnig á brott, svo að nú getur hann unnið og hlaupið eins og ungur væri. Vinnuþrek og andagift kvað hann hafa stóraukizt. Frú Danielsson var 57 ára og hafði legið i liðagigt í 20 ár þungt haldin. Hún var auðvitað undir læknishendi, stundum í sjúkrahúsi, tók inn kynstur af lyfjum, t. d. notaði hún 20 töflur af albyl daglega. Loks gat sonur hennar talið hana á að reyna hráa mjólkur- og jurta- fæðu. Brá svo við, að eftir einn mánuð var hún komin á bataveg, og haustið 1949, að 1% ári liðnu, mátti hún heita albata, baðaði sig t. d. í sjónum langt fram á haust og ferðaðist á reiðhjóli sl. sumar. Kennir hún sér nú einskis meins. Áður hafði hún haft trega meltingu og átti vanda til höfuðverkjar, en nú er hún með öllu laus við þá kvilla. (IJr WMM, 1. hefti 1950). GJAFIR 1 HEILSUHÆLISSJÓÐ Á skemmtun NLFR í Skátaheimilinu 10. febr. 1950 skýrði Jónas læknir Kristjánsson frá því, að honum hefðu verið færðar að gjöf 10 þús. krónur í Heilsuhælissjóð frá ónafngreindum velunnara. -— Þakkaði hann þessa stórgjöf fyrir hönd félagsins. — Þá hafa nýlega borizt 85 kr. frá Eyvindi Friðgeirssyni, Reykjalundi, og 100 kr. frá O. J. SKEMMTUN hélt NLFR í Skátaheimilinu við Snorrabraut 10. febr. 1950. Voru þar mörg góð skemmtiatriði, svo sem einsöngur (Guðmundur H Jóns- son), upplestur, leikþáttur, skuggamyndir og dans. Á boðstólum var íslenzkt te og smurt brauð. Skemmtinefnd félagsins sá um skemmt- unina, en formaður hennar er Hilmar J. Norðfjörð, loftskeytamaður.

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.