Heilsuvernd - 01.03.1950, Page 39

Heilsuvernd - 01.03.1950, Page 39
HEILSUVERND 31 ÓVENJULEG LÆKNISVITJUN. Er Herschel S. Hall var nýlega á ferð á Kyrrahafsströnd Banda- ríkjanna, fékk hann svæsið magaveikikast og kallaði til sín kín- verskan lækni, sem mikið orð fór af. Læknirinn kom, þreifaði á slagæð sjúklingsins og spurði hann stuttlega um gang sjúkdómsins. Síðan fór eftirfarandi samtal fram: „Þér reykið sígarettur? „Já.“ „Og vindla?" „Ó, já.“ „Og pípu máske líka?“ „Já, einstaka sinnum." „Og þér drekkið mikið af gosdrykkjum, coladrykkjum og öli, heitt te og kaffi, og heitt súkkulaði með miklum sykri og rjóma?“ „Já, vissulega." „Og þér eruð fljótur að borða?" „Já, eg má til, herra læknir, ég hefi alltaf svo mikið að gera.“ „Og svo borðið þér mikið af steiktu kjöti, fleski og steiktum eggjum, mikla feiti, feitar uppbakaðar sósur, allskonar niðursuðu- vörur, ávaxtamauk o. s. frv. ?“ „Já, mér þykir þetta allt hvað öðru betra." „Og í eftirmat borðið þér rjópiaís eða sykraða búðinga, feitan ost, hnetur eða sætar kökur?“ „Já, þetta er nú einu sinni venjan.“ „Góðar nætur! Fyrir svona fáráðling get ég ekkert gert!“ (Úr Health Culture, nóv. 1948). /"'w' r+s FORSÍÐUMYNDIN. Á kápusíðu þessa heftis er mynd af Önnu Málfriði, dóttur Sigurðar Hannessonar, bílstjóra á Isafirði, og konu hans Guðmundínu J. Helgadóttur, formanns Náttúrulækningafélags Isafjarðar. 1 3. hefti HEILSUVERNDAR 1947 segir Guðmundína frá mataræðisbreytingu þeirra hjóna og áhrifum þeim, er hún hafði á heilsufar þeirra og sona þeirra tveggja. Nú hafa þau eignazt stúlku, sem er fædd 17. nóvember 1948 og er ársgömul hér á myndinni. Hún var 13 merkur nýfædd. Hún var ekki á brjósti nema að nokkru leyti, en máltiðum hennar var hagað eftir leiðbeiningum dr. Alsakers í Nýjum leiðum II. Fyrsta árið varð henni aldrei misdægurt en fékk vægt kvef síð-

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.