Heilsuvernd - 01.03.1950, Síða 40

Heilsuvernd - 01.03.1950, Síða 40
32 HEILSUVERND ari hluta vetrar 1949—50, enda hafði hún ekki fengið nýtt græn- meti né ávexti frá því í byrjun desember. „Anna litla er síánægð", segir móðir hennar í bréfi dags. 17. apr. 1950, „sama hvaða tíma dags er. Hún hefir verið svo róleg, að allir dást að, sem til þekkja. Síðan hún fæddist, hefir hún sofið allar nætur sem fullorðin væri. Hún sefur ennþá á daginn, oftast 2—3 tíma. Hún er nú 16 mánaða gömul og vegur 12% kg. og þykir stór eftir aldri. Hún er fyrir löngu farin að hafa allt eftir, og er því farin að tala talsvert. Drengirnir hafa verið vel frískir, en það kemur alltaf öðru hvoru fram lystarleysi hjá Eiriki, ef langt líður á milli þess, að við höfum nýtt grænmeti. Nú undanfarna mánuði hefir gengið hér kvefpest. Fengu drengirnir hana og voru með hita í viku, en þeir hafa aldrei áður á þessum 6 árum fengið neina umferðaveiki. Þetta finnst mér benda Ijóslega á, að hér hafi verið um að kenna skorti á nýju græn- meti ...... Við hjónin erum allaf vel frísk og höfum sloppið við þessa um- ferðaveiki. En óneitanlega finnst manni erfitt að lifa, þegar ekki sést nýtt grænmeti nema í mesta lagi 2—3 mánuði á ári. Við vorum líka svo óheppin að missa grænkál og rófur s.l. sumar, vegna þess að kindur komust í garðinn. Annars hefi ég upp á síðkastið reynt að bæta þetta upp með alfa-alfa, sem ég nota nú mun meira en áður. Eins hefi ég notað meira af lauk, en nú er hann ekki fáanlegur." TIL ÁSKRIFENDA Frá því HEILSUVERND hóf göngu sína, hefir prentunarkostnaður og annar kostnaður hækkað allmikið. Nýlega hafa orðið miklar hækkanir á burðargjöldum o. fl., og framundan er mjög mikil verð- hækkun á pappír. Það verður því ekki lengur hjá því komizt að hækka verð á ritinu, og hefir áskriftarverðið verið ákveðið kr. 20.00, en 6 krónur heftið í lausasölu. Vonandi skilja lesendur nauðsyn þess- arar hækkunar og halda tryggð við ritið eftir sem áður. Með þessu hefti er áskrifendum sent eyðublað undir póstávísun, sem þeir eru vinsamlega beðnir að útfylla og senda um hæl, til þess að spara fyrirhöfn og frekari kostnað við innheimtu áskriftargjald- anna, sem er kostnaðarsöm og miklum erfiðleikum bundin, einkum utan Reykjavíkur. MuniÖ, aö ritiö á aö greiöast fyrirfram. Á þessu ári verður lagt kapp á að vinna upp þá töf, sem fram að þessu hefir orðið á útgáfu ritsins og lesendur eru beðnir velvirð- ingar á.

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.