Heilsuvernd - 01.12.1952, Blaðsíða 6

Heilsuvernd - 01.12.1952, Blaðsíða 6
HEILSUVERND Jónas Kristjánsson: Hversvegna? - Vegnaþess. Fyrir 60 árum las ég bók með þessu heiti. Bókin inni- hélt spurningar um ýmis aflfræðileg og efnisleg mál og svör við þeim í stuttu máli og á góðri íslenzku, eins og vænta mátti af þýðanda. En hann var Guðmundur Magn- ússon, síðar prófessor við Læknaskólann, ágætur lærdóms- maður og kennari. Mér hefir oft komið til hugar síðan, hversvegna ekki má svara læknisfræðilegum og sjúkdómafræðilegum spurningum á líkan hátt og gert var í umgetinni bók, svo sem: Af hverju stafar þessi eða hinn sjúkdómur? Hvaða ráð eru til úrbóta? Hvað eru sjúkdómar? Hvað er heil- brigði? Það er vitað mál, að sjúkdóma taka menn ekki af til- viljun. Þeir koma allir af orsökum, og hverjar eru þær? Og hver eru helztu ráðin til að koma í veg fyrir þá? Því að betra er að styðja en reisa. Það má kalla lélega mann- björg að byrja þá fyrst að lækna menn t. d. af botnlanga- bólgu, þegar veikin er komin á lífshættulegt stig. Segja mætti, að engan þurfi að lækna, fyrr en hann er

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.