Heilsuvernd - 01.12.1952, Blaðsíða 19
HEILSUVERND
111
um, les honum fyrir og geng um gólf á meðan, allan morg-
uninn. Milli morgunverðar og hádegisverðar fæ ég mér glas
af vatni eða sítrónuvatni eða þunnt te.
Hádegisverður minn er mjög léttur. Venjulega er hann
tvær eða þrjár tvíbökur úr grófu heilhveiti og afar veikt
Kína-te með mjólk og örlitlum sykri, eða þá grænmeti og
ávextir, eða sneið af heilhveitibrauði með smjöri og salati
o. s. frv.
Síðdegis fæ ég mér einn eða tvo bolla af mjög veiku tei,
og þar eð ég hefi árum saman misboðið maganum með sjóð-
andi heitum drykkjum, þá bæti ég það nú upp með því að
hella köldu vatni í teið eða kaldri mjólk í kaffið.
1 kvöldverð borða ég grænmeti lítið soðið og soðnar eða
bakaðar kartöflur með hýðinu. Auk þess borða ég egg og
stundum lítið eitt af mjúkum osti, og að lokum fæ ég mér
niðursoðna eða nýja ávexti, hrátt salat eða annað þess hátt-
ar. I staðinn fyrir grænmeti og kartöflur borða ég oft gróft
heilhveitibrauð og salat, búið til úr köldum, soðnum kart-
öflusneiðum, höfuðsalati, tómötum, gúrkum, hráu hvitkáli,
lauk o. fl. Stöku sinnum fæ ég mér hýðishafragraut með
ávöxtum, lítið eitt af mjólkurbúðingi eða annan svipaðan
rétt.
Hægðir hefi ég eftir morgunverð og aftur síðari hluta
dagsins, og stundum í þriðja sinn að kvöldinu.
Venjulega hátta ég kl. 11, stundum seinna, og sef eins
og steinn. Að minni hyggju er mest hressing í stuttum,
djúpum svefni, en ég tel langan svefn bera vott um ófull-
komna heilbrigði. Þeir sem vakna eftir langan svefn, óhvíld-
ir og slappir, þjást sennilega af hægðatregðu eða ofáti, eða
hvorutveggja.
Um helgar fer ég út á land í 2—3 daga, þegar færi býðst.
Ef ég fæ tveggja daga fri, geng ég 90 km í fjöllum og
hæðum, en 140—150 km, ef ég er burtu í 3 daga. Á ferða-
lögum haga ég mataræði mínu líkt og heima.
Ég bragða varla vín. En ég drekk mikið af áfum, og
oft drekk ég þykka súrmjólk.