Heilsuvernd - 01.12.1952, Page 24
HEILSUVERND
Hressingarheimili N.L.F.Í.
að Varmalandi í Borgarfirði tók til starfa laugardaginn 20.
júní 1952. Þegar kom fram í júlí, var aðsókn svo mikil, að
vísa varð allmörgum frá, og voru þá stundum um og yfir
40 fastir gestir, auk þeirra, sem keyptu lausar máltíðir eða
aðrar veitingar. Af 208 dvalargestum var 121 kona, 64
karlar og 23 börn. Meðaldvalartími var tæpir 9 dagar (8,7),
og 5 dvöldu mánuð eða lengur.
Til samanburðar má geta þess, að hressingarheimili fé-
lagsins í Hveragerði sumarið 1951, sem starfaði hálfum
mánuði lengur, sóttu 157 dvalargestir, en meðaldvalar-
tími var lengri (12,7 d.) og lausasala nokkru meii’i en nú.
Tilhögun var að mestu hin sama og sumarið áður. Kl.
7.30 var morgundrykkur (skyrmysa), morgunverður kl.
8.30 (súrmjólk með rúsínum, spíraður rúgur, hveitihýði,
haframjöl, skornir hafrar, smábrytjaður arfi, allt hrátt),
hádegisverður kl. 12 (spónamatur, heitur jurtaréttur með
soðnum eða bökuðum kartöflum og allskonar hrátt græn-
meti og rótarávextir), hvíldartími til kl. 14, eftirmiðdags-
drykkur kl. 16 (íslenzkt jurtate og veikt fjallagrasate, á
sunnudögum var borið með heimabakað brauð), kvöld-
verður kl. 18.30 (krúska, brauð, smjör og ostar, mjólk og
grænmeti). Háttatími var kl. 22. Á laugardagskvöldum
flutti Jónas læknir Kristjánsson jafnan erindi og svaraði
fyrirspurnum dvalargesta, og á eftir var borin fram
hressing.
Vegna mikilla og langvarandi vorkulda var allt útirækt-
að grænmeti síðsprottið, og olli það erfiðleikum í byrjun.
En úr því rættist von bráðar, og var hrátt grænmeti aðal-
fæða sumra gestanna. M. a. var mikið borðað af hráum
kartöflum. öll brauð voru bökuð heima og malað í þau