Heilsuvernd - 01.12.1952, Blaðsíða 36
128
HEILSUVERND
Á VÍÐ OG DREIF.
Áhrif fæðunnar á fóstrið.
í 1. hefti Heilsuverndar þ.
á. var sagt frá dýratilraunum,
sem sýndu, að vanfóðrun
mæðranna um meðgöngutím-
ann hafði í för með sér alls-
konar sjúkdóma, vanskapanir
og missmíði á afkvæmunum.
Og áður liefir verið sagt í rit-
inu frá merkilegum tilraunum
á barnshafandi konum varð-
andi áhrif viðurværisins á
fósturlát, andvana fæðingar
og heilbrigði barnanna.
í Fréttabréfi um heilbrigðis-
mál birtist nýlega grein um
vanskapanir. Þar segir: „Þá
er vitað, að næring konunnar
kemur mikið við sögu í þessu
tilliti. Rússneski læknirinn
Ivanovsky veitti því athygli
1923, að er hungursneyð gekk
yfir landið, jókst fjöldi þeirra
barna, sem fæddust fyrir tím-
ann eða andvana, og að ó-
skapnaðir og hverskonar van-
skapnaðir urðu algengir. í
Indlandi og Japan hefir B-
fjörefnaskorti oft verið kennt
um, hve mikið fæðist þar af
börnum andvana, fyrir tím-
ann og með ýmsa vanskapn-
aði“.
í grcininni segir ennfremur
frá tilraunum annarra vís-
indamanna, sem sýna, að vönt-
un vissra fjörefna í fæði móð-
urinnar veldur ýmiskonar mis-
smíðum á beinagrind afkvæm-
Lifðu forfeður Dana á jurta-
fæðu?
Nálægt Silkiborg á Jótlandi
fannst nýlega mannslík í mýri
nokkurri í hálfs þriðja metra
dýpt. Nákvæmar rannsókn-
ir fornleifafræðinga sýndu,
að likið var um 2 þúsund
ára gamalt. Jarðvegssýrurnar
höfðu varið líkið skemmdum,
hárið var óskemmt, andlits-
drættirnir greinilegir, leður-
belti og leðurhúfa létu ekkert
á sjá, og sama var að segja um
snöruna, sem reyrð var að
hálsi líksins og var órækiir
vottur þess, hvernig maður-
inn liafði látið líf sitt.
Við krufningu líksins fannst
mikið af hálfmeltum eða ó-
meltum mat í maga og þörm-
um. Kjötleifar fundust engar.
En þarna voru saman komnar
einar 18 tegundir af jurtum,
fræjum eða ávöxtum, þar á
meðal bygg og hörfræ.
Enda þótt þessi fornleifa-
fundur sanni ekkert af eða á
um það, hvort Danir hafi
borðað almennt mikið eða litið
kjöt á dögum Krists, er liann
augljós vottur þess, að á þess-
um tíma hafi það þekkzt að
nærast eingöngu á jurtafæðu,
hversu útbreiddur sem sá sið-
ur kann að hafa verið.
anna.