Heilsuvernd - 01.12.1952, Page 12
104
HEILSUVERND
sakað þetta fyrirbæri (Richard Doll og A. Bradford Hill),
að tóbaksreykingum, einkum sígarettum, muni aðallega
eða eingöngu vera um að kenna. Sömuleiðis vakti einn af
þekktustu skurðlæknum Ameríku, Alton Ochsner, athygli
á því í desember 1940 og aftur í febrúar 1941, að vaxandi
fjöldi fólks með lungnakrabba væri, að öllum líkindum,
bein afleiðing af vaxandi sígarettureykingum. Og hann
ráðleggur öllum þeim óhófsmönnum, er reykja um eða
yfir 20 sígarettur á dag, að draga úr neyzlu sinni, eða
hætta helzt með öllu, en að öðru leyti að láta röntgen-
skoða lungu sin a. m. k. tvisvar á ári um fertugt, og f jórum
sinnum á ári um fimmtiu ára aldur og þar yfir.
1 tímariti ameríska læknafélagsins 1. mars 1952 ræðir
Ochsner og fleiri um þetta sama efni, og segir hann meðal
annars, að árabilið 1938—1948 hafi tala dáinna úr lungna-
krabba aukizt í Bandaríkjunum um 144%, úr 6732 árið
1938 í 16450 árið 1948, en á sama tíma hafi dánartala allra
tegunda krabbameins aukizt um 31%. Ennfremur að frá
1920 til 1948 hafi dánartala af völdum lungnakrabba, miðað
við hverja 100.000 íbúa, tífaldazt, úr 1,1 í 11,3, samfara
sívaxandi sígarettureykingum. Wynder og Graham kom-
ust að þeirri niðurstöðu, að hóflitlar sígarettureykingar um
lengri tíma, væru veigamikið atriði sem orsök krabbameins
í lungum. Af 605 sjúklingum (körlum) )með lungnakrabba,
sem þeir rannsökuðu, reyndust yfir 96% hafa reykt lengi,
um og yfir 20 ár, og mikið, um og yfir 20 sigarettur á
dag. Mjög margir aðrir læknar og vísindamenn í ýmsum
löndum hafa með rannsóknum sínum um þetta efni komizt
að sömu eða svipuðum niðurstöðum.
Tóbakið eykur munnvatnsmyndun, a. m. k. meðan á
neyzlu þess stendur, en dregur úr matarlyst, stillir hungur-
hreyfingar í maga og deyfir sult í bili, en veldur áköfum
samdráttum, jafnvel krömpum, í þörmum og ristli. —
Verða óvaningar stundum varir við það á heldur óþægi-
legan hátt. — Það er undantekningarlaust óhollt fólki rheð
veila maga og viðkvæman ristil. Það örvar magann til