Heilsuvernd - 01.12.1952, Page 34

Heilsuvernd - 01.12.1952, Page 34
126 HEILSUVERND Á þessari sorglegu sjúkdóma öld er sjálfsagt vel heilsu að gæta. I Samkomuhúsinu — hálfníu í kviild — við heitum á ykkur að mæta. Af áhugamálum við eigum til nóg, og einmitt þau verðum að ræða. En fádæma tómlæti um fundi er þó hjá flestöllum hreinasta mæða. í bróðerni þetta ég bendi nú á og blíðlega verð það að segja, að Heilsuvernd nýstofnuð hér ekki má halla sér út af og deyja! Gjafir í Heilsuhælissjóð. Álieit frá hörgdælskum hjónum kr. 1000. Áheit frá Þórunni Guðjónsdóttur kr. 100. Áheit frá velunnara kr. 75. Anna Jóhannsdóttir og Sigfús Jónsson, Bessastöðum, Fljótsdal kr. 100. Magnús Árnason, Krónustöðum kr. 50. Á. G. kr. 100. Jason Sigurðsson kr. 50. Ágúst Sæmundsson kr. 500. IJelgi Hjartarson kr. 1500. Gjöf í Afmælissjóð Jónasar Kristjánssonar. Á 82 ára afmælis- dcgi læknisins barst sjóðnum gjöf frá .1. H. að upphæð kr. 500,00. Gefendum eru hérmeð færðar liugheilar þakkir. Kornmyllur. ísafjarðardeildin á von á myllu innan skamms. Félagið hélt nýlega basar lil þess að afla fjár til myllukaupanna. Um helmingur félagsmanna gaf muni á basarinn, og varð ágóðinn um kr. 1000,00. Sænsk kvikmynd. N. L. F. í. hefir fcngið að láni sænska kvik- mynd, sem tekin var fyrir nokkrum árum og sýnir lifnaðarhætti Are Waerlands og þýðingu þeirra fyrir heilsuna. Myndin gengur hér undir nafninu: Leiðin til heilbrigði (heitir á sænsku: Hiilsans okanda stigar). Hún hefir þegar verið sýnd í Reykjavik og í Hafnarfirði og er nú á ferð milli þeirra félagsdeilda, er óskað hafa eftir henni. Fundur í Hafnarfirði. Sænska kvikmyndin Leiðin til heilbrigði var sýnd í Sjálfstæðishúsinu í Hafnarfirði 5. nóv. Jónas læknir Kristjánsson flutti þar erindi um varðveizlu heilsunnar, og Björn L. Jónsson las upp úr bókinni Nýjum leiðum II kafla úr ritgerð eftir ameriskan lækni um meðferð ungbarna.

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.