Heilsuvernd - 01.12.1952, Qupperneq 7
HEILSUVERND
99
orðinn veikur. En það er einmitt þetta, sem er nauðsyn-
legt. Menn þurfa að læra að lifa þannig, að þeir verði
ekki sjúkir. Sjúkdómar koma af orsökum. Fyrir þessar
orsakir þarf að komast, áður en sjúklegar breytingar hafa
orðið í líkamanum.
Sennilega eru flestir sjúkdómar þannig til komnir, að
unnt væri að koma í veg fyrir þá. Og það er þetta, sem
hver maður á heimtingu á að vita. Vísindin eiga ekki að
vera neitt pukursmál fyrir viðkomandi sjúklingum. Hver
maður þarf að kunna öll ráð, sem vænleg eru til þess að
varðveita líkama sinn heilan á húfi. Sjúkdómar eiga ekki
rétt á sér. Og til þess þurfa menn að læra læknisfræði, að
þeir geti m. a. kennt fólki að ala upp börn sín þann veg,
að þau verði aldrei veik. Þetta má vel takast. Eg hefi
sjálfur reynt það og séð þær hugsjónir mínar rætast.
Það er óskaplegt að vita til þess, að börn eru sífellt jóðl-
andi sælgæti, sem rænir þau heilsu og tápi, eyðileggur
tennur og meltingarfæri og skapar þeim síðar meir sár
í maga og krabbamein, þegar til lengdar lætur. Og svo er
sífellt talað um, að menn þurfi alltaf að ganga til læknis
og láta skoða sig, í stað þess að brýna þarf fyrir fólki að
neyta þeirrar fæðu, sem heldur meltingarfærunum hrein-
um og blóðinu hreinu og öllum vökvum líkamans. Heilsa
manna er umfram allt komin undir innvortis hreinleika.
Ef menn vildu bara læra, hvernig þeir geta bezt og auðveld-
ast gætt innvortis hreinlætis, mundu flestir hrörnunar-
kvillar, bæði andlegir og líkamlegir, hverfa eins og þoka
fyrir morgunsól.
Meðal hinna vestrænu þjóða hafa séðir fjáröflunarmenn
séð sér leik á borði með því að gera algenga fæðu að leið
til fjáröflunar. Fæðan er gerð að verksmiðjuiðnaði og um
leið svipt sínum beztu kostum. Alþýðu manna er svo talin
trú um, að þessar verksmiðjuvörur, svo sem hvítur sykur
og hvítt hveiti, séu kostavörur. En þær hafa reynzt oss
hinn mesti heilsuspillir, fært oss vaxandi kvillasemi í stað
táps og lífshreysti.