Heilsuvernd - 01.12.1952, Side 9

Heilsuvernd - 01.12.1952, Side 9
HEILSUVERND 101 ingurinn er kominn í dauðann. Þetta sýnir, hve mikil þörf er á því, að fólki sé kennt að lifa þannig, að það þurfi ekki að fá þessa kvilla. Því allir koma þeir af vaneldi, röngu fæðuvali, dauðri og efnasnauðri og lífi sviptri fæðu, eins og mikið af aðfluttri fæðu er. Það er hrópandi lífsnauð- syn að loka þessum feigðarbrunni, jafnvel þótt takast megi að draga börn upp úr honum með lífsmarki, því að ekki verða þau öll jafngóð aftur, og betra er heilt en vel gróið. Og meðan ekki er tekið fyrir rætur sjúkdómanna, halda þeir áfram að koma fram í einhverri mynd. Heilsuhrunið vex og varir svo lengi, sem ekki er tekið fyrir orsakir þess. Vísindamenn hafa fundið það út, að mannslíkaminn endurskapast á hverjum 7 árum. Líkaminn verður allur nýr. Það varðar því miklu, að efniviðurinn í hinn nýja líkama sé vel og rétt valinn, ekki síður en vel er vandað til efnis í hús, sem á að standa um aldir. Það er sorglegt, hve erfitt er að fá fólk til þess að skilja og trúa því, að rétt valin fæða er sú heilsulind, sem ausa má úr heilbrigði og hverskonar lífsorku. Margföld reynsla er fyrir því, að dýr, sem farið er vel með, er gefin rétt fæða og látin hafa góða aðbúð, verða, jafnvel þótt villidýr séu, að meinlausum dýrum og frið- sömum. Þannig verða rottur, sem eru fremur óeirin dýr, friðsamar og lifa saman í eindrægni, ef þær fá rétta fæðu og að öðru leyti góða aðbúð. En ef þær búa við vaneldi, verða þær að árásardýrum og drepa jafnvel hver aðra, Ég er á þeirri skoðun, að náttúrleg fæða og rangt til höfð eigi höfuðsök þess ófriðar, sem ræður svo miklu í mannlífinu. Hinn frægi manneldisfræðingur Sir Robert McCarrison telur enga lífsnauðsyn svo aðkallandi sem þá að sjá þjóðunum fyrir réttri og náttúrlegri fæðu. En til þess að jörðin framleiði betri, meiri og hollari fæðu, þarf hún sjálf rétta næringu. Eins og vitrir menn breyta hver við annan, þannig þurfa þeir að breyta við jörðina, sem gefur oss brauð á borðið. En menn ræna jörðina í stað þess

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.