Heilsuvernd - 01.12.1952, Qupperneq 13

Heilsuvernd - 01.12.1952, Qupperneq 13
HEILSUVERND 105 aukinnar myndunar sýru og meltingarsafa. Og nægar sannanir eru nú fyrir hendi um samband mikillar tóbaks- neyzlu og magasára, enda þjást miklir tóbaksmenn iðulega af króniskri magabólgu, sem kann að verða undanfari sárs og síðar e. t. v. krabbameins í maga. Gallgangar drag- ast saman, og fólk með lifrar- eða gallgangasjúkdóma þolir tóbak illa. Taugakerfið líður mjög við misnotkun tóbaks. Áhrifin eru fyrst í stað örvandi og þó jafnframt róandi á heilann. En síðar veldur tóbakið ertingu og æsingu, lamar að lokum og deyfir. Getur þá orsakað krampa, jafnvel andardráttar- lömun. Það veldur lömun á taugahnoðum dultaugakerfis ® og um leið meiri eða minni truflun á starfsemi þeirra líf- færa innvortis, sem stjórnast af því. Langvinn misnotkun veldur taugaóró og eirðarleysi; oft þrálátum höfuðverk, svima, svefnleysi, deyfð, þunglyndi og enn fleiri tauga- veiklunareinkennum, sem of langt yrði upp að telja. Það veldur og einstaka sinnum sjóndepru, sem getur, ef ekki er snúið við í tíma, leitt til varanlegra sjóntruflana vegna skemmda á sjóntauginni. Arsenikið” og önnur ertandi efni í tóbakinu hafa stund- um valdið bólgu (eksemi, dermatítis) í húðinni á höndum og víðar. Þá er í tóbakinu litarefni (xanthophyll), sem litar fingur, varir o. s. frv. varanlega gult, eins og allir þekkja, og er það til lítillar prýði. Ég hefi nú drepið á nokkur atriði um áhrif tóbaks á likamann, og þó lauslega. Öll eru þau á einn veg, allt annað en glæsileg eða eftirsóknarverð. En það ber að athuga, að þeirra gætir þá fyrst verulega, ef tóbaks er neytt í óhófi, t. d. um eða yfir 20 sígarettur á dag, eða tilsvarandi af öðrum tegundum og í langan tíma. Yfirleitt mun óhætt Dultaugakerfi = ósjálfráða taugakerfið. Nafnið er uppástunga Vilm. Jónssonar landlæknis, sbr. Heilbrigðisskýrslur 1948 bls. 40 neðanmáls. ** Arseniksamböndum er sprautað á plöntur til varnar gegn sjúkdómum.

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.