Heilsuvernd - 01.12.1952, Side 16
HEILSUVERND
J. E. Bctrker:
Merkileg sjúkdómssaga.
(Niðurlag).
Lœkningin.
Mér hafði farið allmikið fram í legunum, en nú fór mér
að versna á ný. Kom mér þá til hugar, að einhverjar nátt-
úrlegar orsakir hlytu að liggja til grundvallar fyrir allri
þessari vesöld. Ég fór að brjóta heilann um, hvort ekki gæti
skeð, að ég hefði trúað um of á kröftuga fæ'ðu og meðul,
en þá trú hafði ég fengið að erfðum frá föður mínum —
og hvort hinir tveir tugir lækna, sem ég hafði leitað ráða
hjá, hefðu ekki heldur átt að breyta um mataræði hjá
mér en meðul. Ég tók að lesa mér til um þetta efni og gera
smávegis tilraunir á mér með náttúrlegt mataræði, en fór
þó mjög gætilega í sakirnar.
Smátt og smátt dró ég úr ofneyzlu minni á kjöti, fiski
o. fl. Ég minnkaði einnig við mig sykur, ávaxtamauk og
önnur sætindi, en hætti mér hinsvegar út í það að borða
dálítið af soðnum ávöxtum, síðan hráa ávexti, hina mýkstu,
sem unnt var að fá, þá harðari ávexti, blaðsalöt o. s. frv.
Og mér til mikillar gleði varð ég þess var, að hver smá-
breyting færði mér dálítinn bata. Eg fann minna til í maga
að ræða, þótt hætt sé, eins og á sér stað um aðrar eitur-
nautnir, t. d. kókaín og morfín. Ungu fólki er vorkunnar-
laust að hætta. Og þeir, sem aldrei hafa byrjað, ættu að
halda þeirri stefnu. Annars verður hver og einn að gera
það upp við sjálfan sig, hvað hann vill leggja í sölurnar
fyrir vafasama ánægju: heilsu og velliðan sína og annarra,
fjármuni og frelsi. Ég er þeirrar skoðunar, að það sé eng-
um manni samboðið að gera sjálfan sig að þræli eins eða
neins, tóbaks eða annars.