Heilsuvernd - 01.12.1952, Side 18

Heilsuvernd - 01.12.1952, Side 18
110 HEILSUVERND þeirra fengu sig fullsadda af fjögurra klukkustunda varð- stöðu, voru orðnir þreyttir og hvíldar þurfi og langaði í sterkt te. En ég bað um að verða settur á nýja fjögurra stunda vakt, eða þá að ég lagði af stað í langa ferð hjólríð- andi. Eg kem mjög sjaldan á hjól, en samt hjóla ég leik- andi hátt á annað hundrað kílómetra á dag. Lifnaðarhœttir mínir. Með þvi að búast má við, að einhverja af lesendum mín- um fýsi að vita, hvernig ég haga störfum mínum og lífs- venjum, þá skal ég nú lýsa því nákvæmlega, ef einhverjir kynnu að hafa gagn af því. Eg fer á fætur klukkan sex á hverjum morgni, þvæ mér úr köldu sápuvatni frá hvírfli til ilja og kaffæri mig i köldu vatninu hvað eftir annað. Við þvottinn nota ég ekki svamp eða þvottapoka, heldur aðeins hendurnar og harðan bursta. Hendurnar eru hreinni en svampur, og þannig þvær maður sig og nuddar í senn. Eg þurrka mig með hörðu handklæði, harðasta og grófasta hörhandklæði, sem ég get fengið, og nudda mig vel með því. Þá klæði ég mig mjög létt, drekk stórt glas af vatni, eða vatn og sítrónusafa, og legg svo af stað í röska 7—9 km göngu. Þegar ég kem heim úr henni, er ég búinn að fá fyrirtaks matarlyst, en þá tilfinn- inu þekkja fæstir, sem neyta morgunverðar, um leið og þeir fara á fætur. 1 morgunmat borða ég hýðis-hafragraut, sem er búinn til úr grófu haframjöli og hveitihýði til helminga — eftir vigt — og soðinn í tvær minútur. Venjulega borða ég hann kaldan með mjólk. Þá fæ ég mér sneið af grófasta heil- hveitibrauði, sem fáanlegt er, sem ábæti borða ég einhvern nýjan ávöxt eða salat, og að lokum drekk ég bolla af volgu kaffi og mjólk til helminga, eða mjög veikt te. Ávaxtamauk nota ég lítið, af hunangi tek ég það þykka, dökka fram yfir það glæra, og af sykri nota ég þann dekksta, sem fáan- legur er. Að morgunverði loknum tek ég til starfa með ritara mín-

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.