Heilsuvernd - 01.12.1952, Blaðsíða 20
112
HEILSUVERND
Áður fyrr þurfti ekkert til þess að ég fengi kvef, og ég
ætlaði þá aldrei að losna við það. Síðan ég tók að herða
mig, get ég ekki sagt, að ég hafi nokkru sinni ofkælzt eða
fengið kvefvott. Á gönguferðum mínum er ég óft á ferð
klukkustundum saman í húðarrigningu, holdvotur. Ef mér
verður kalt og ég get búizt við að kvefast, þá sýð ég það
úr mér með heitu baði, sem ég nota aðeins sem læknisráð.
Líkamshitinn er um 37 st., en baðið hefi ég 40—43 st.
heitt. Með heitu baði er hægt að hækka líkamshitann, en
það er einmitt það ráð, sem náttúran sjálf notar í barátt-
unni gegn kvefi og sóttum.
Áður fyrr gekk ég i þykkustu ullarnærfötum, en þó var
mér alltaf kalt og leið illa. Nú klæðist ég þunnum baðmull-
arfötum, bæði vetur og sumar, og mér er alltaf heitt og
líður vel. Ég geng mjög hratt, oftast með hattinn í hendinni.
Þeim sem eiga bágt með svefn eða hitnar seint á fótum,
þegar þeir eru háttaðir, vildi ég alvarlega ráðleggja að taka
sér röska göngu, áður en þeir fara í rúmið. Ég hefi and-
styggð á heitum vatnsflöskum i rúmið, þær ættu allir að
forðast, nema máske sjúklingar.
Ég sef við galopinn glugga og gluggatjöldin dregin upp,
því að ella mundi vindur og loft ekki komast inn. Þegar
heitt er að sumrinu, sef ég úti í garði.
Svo má heita, að ég sé alveg hættur að nota meðul. 1
flestum tilfellum getur viðeigandi mataræði komið í stað
meðala. Það er aðallega af gömlum vana, að ég nota para-
fín, sem hefir mýkjandi áhrif á hægðirnar en fer ekki út
í blóðið. Það er ekki af því að ég þurfi þess, eins og sjá
má af því, að í nærri heilt ár féll notkun þess alveg niður
hjá mér.
Ef ég er illa fyrirkallaður, vegna þess að ég hefi ekki
haft tíma til að hreyfa mig nóg, eða af því að ég hefi borð-
að of mikið, þá fæ ég hina venjulegu leiðatilfinningu, dá-
lítinn höfuðverk, lystarleysi o. s. frv. Við þessu taka flestir
einhver meðul. En Hippókrates segir, að bezta meðalið
við ofáti sé svelta. Skepnur, sem hafa etið yfir sig, vilja