Heilsuvernd - 01.12.1952, Page 22

Heilsuvernd - 01.12.1952, Page 22
HEILSUVERND Séra Kristinn Stefánsson: Ávarp flutt í útvarj) á merkjasöludegi NLFl 20. september 1952. Góðir áheyrendur! I dag, 20. september, er hinn árlegi merkjasöludagur Náttúrulækningafélags íslands. Eru merkin seld tii ágóða fyrir heilsuhælissjóð félagsins, og fer sala þeirra fram bæði í Reykjavik og viða úti um land. Nú mun ýmsum ekki þykja það mikil tíðindi né girnileg, að heyra sagt frá merkjasölu, og er mönnum það vorkunn. Svo mjög tíðkast þær hin síðari ár. Oftast mun þó með réttu mega segja, að hér helgi tilgangurinn meðalið. Og svo er því farið með merkjasöluna í dag. Náttúrulækningafélag íslands er alþjóð kunnugt fyrir mikið og gagnmerkt menningarstarf. Það var stofnað árið 1939. Félagar þess eru nú 17—18 hundruð að tölu, og starf- ar það í 10 deildum víðsvegar um landið. Félagið hefir haft með höndum víðtæka starfsemi. Það hefir gefið út 11 bækur um mataræði og heilbrigðismál og síðustu 7 árin tímarit, 4 hefti á ári. Eitt aðalstefnumál félagsins er að koma á fót heilsuhæli, og hefir jörðin Gröf í Hrunamannahreppi verið keypt í þeim tilgangi, en þar er jarðhiti mikill og skil- yrði ákjósanleg. Hyggst félagið að hefjast handa á næst- unni og hefir þegar fengið fjárfestingarleyfi til fram- kvæmda. Hressingarheimili hefir félagið rekið undanfarin 2

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.