Heilsuvernd - 01.12.1952, Page 25

Heilsuvernd - 01.12.1952, Page 25
HEILSUVERND 117 Fremri röö (frá vinstriJ: Benny Siguröardóttir, Jónas Kristjánsson, Ólöf Vernharðsdóttir. Aftari röö: Erla Jónsdóttir, Svanliildur Bjarna- dóttir, Jóhanna Jóhannsdóttir. Á myndina vantar Þorbjörgu Jónsd. jafnóðum (rúgur og hveiti), enda var ekki keypt eitt ein- asta gramm af hvítu hveiti, né heldur hvítur sykur (ein- göngu notaður púðursykur). Eins og sumarið áður féll gestum fæðið vel og flestum ágætlega. Ekki var þó mat- urinn ,,bragðbættur“ með kryddi. Pipar, edik eða sinnep var alls ekki notað, og öll saltneyzlan var hálfur baukur. Mundi húsmæðrum flestum þykja ótrúlegt, að hægt væri að komast af með jafnlitið matarsalt til matseldar handa 5 manna fjölskyldu í 15—16 mánuði, sem jafngildir heim- ilinu að Varmalandi í sumar (2300 fæðisdagar). T. d. var ekkert salt notað í grænmetisréttina, hvorki þá heitu né í hrásalötin. Virtist enginn sakna þess, og voru flestir dval- argestir þó vanir saltneyzlu eins og gengur og gerist. Kaffi og útlent te sást að sjálfsögðu aldrei á borðum, og starfsstúlkurnar höfðu það heldur ekki um hönd, ekki fremur en kjöt eða fisk. Eins og vænta mátti, reyndist efniskostnaður fæðis (matvörur) nokkru hærri en sumarið áður, kr. 13.14 á

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.