Heilsuvernd - 01.04.1953, Page 17

Heilsuvernd - 01.04.1953, Page 17
HEILSUVERND 13 mestu um tíma, en ekki ieið á löngu, unz sama sagan endurtók sig. Fyrir kom, að einn stakur dagur rann upp svo dýrðlegur, að ég gat haldið út allt til kvölds að pæla upp beð í kál- garðinum, eða rakað dreif á túninu. En sá dagur varð dýr- keyptur, með mörgum þjáningarfullum dögum og nóttum á eftir í rúminu. Og þannig liðu árin, að engin leið fannst til þess að tryggja heilsunni varanlega bót. Einhver velviljuð manneskja hvatti mig til að reyna hinar mjög umtöluðu andalækningar, og fór ég erfiða ferð í þeim tilgangi, þó meir fyrir annarra orð en löngun eftir aðstoð framliðinna, þar sem ég sjálf átti frelsi, vald og vilja til, því að „Svo er án bænar sálin snauð“. Enda barst mér aldrei nein mér vitandi hjálp frá dauðra heimi. Mörg ár liðu. Ég frétti af nýjum nuddlækni, og fór ég til hans og naut þar um tíma heitra vatns- ljós- og raf- magnsbaða. Að þeim tíma liðnum frískaðist ég svo vel á heilsu, að ég gat unnið létt störf dag hvern. Að fjórum mánuðum liðnum var þeirri sælu lokið, og ég lagðist í rúmið og lá meiri hluta vetrar. Sótti enn í sama horfið sem fyrr með heilsuna, að veturnir færðu mig í rúmliggjandi fjötra, en hækkandi sól veitti mér þrek til fótavistar og lítið meir. Þá voru engar öryrkjatekjur komn- ar til sögu. Enn leið árabil, unz loks komu sjúkratryggingarnar. Varð mér nú greiður vegur til að leita lækninga á ný. Leitaði ég til alveg nýs sérfræðings í Reykjavík. Fékk ég þá, eftir vísindalega rannsókn, þann úrskurð uppkveðinn, að ég kæmi of seint, og útilokað væri, að nein bót fengist á heilsunni, aðeins yrði hægt að halda því við, sem eftir væri. Upp frá því varð það svo að segja reglu- bundin endurtekning ár hvert að sækja viðhaldsskammt minn til tveggja lækna, nokkurra vikna nudd, díatermí eða pillur og sprautur. Þetta mátti heita gott og blessað, úr því sem komið var.

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.