Heilsuvernd - 01.04.1953, Qupperneq 32
28
HEILSUVERND
Uppskriftir.
KÖKUR ÁN SYKURS OG EGGJA.
HEILHVEITIKAKA:
4 bollar heilhveiti, IV2 bolli mjólk, % bolli litlar rúsínur,
125 gr smjörlíki, 1 tesk. rifið appelsínuhýði, % tesk. negull,
2 tesk. lyftiduft, lítið eitt af súkkati.
Smjörlikið er brætt og látið kólna lítið eitt. Þurrefnunum öll-
um blandað vel saman og hrært út í mjólkina og smjörlíkið. Deigið,
sem á að verða vel þétt, er sett í smurt mót og bakað i liæfilega
lieitum ofni.
HEILHVEITIKEX :
125 gr heilhveiti, 50 gr hveitikím og hveitihýði, 75 gr brætt
smjörlíki, 1 dl rjómi eða vatn, 1 tesk. lyftiduft.
Öllu er blandað saman og látið kólna. Deigið er flatt út með
kefli, kökurnar mótaðar með kringlóttu móti og bakaðar ljós-
brúnar í vel heitum ofni.
HRÖRNUNARSJÚKDÓMAR AUÐMÝKJANDI.
Dr. E. M. Bluestone, forstjóri hins fræga Montefiore-sjúkrahúss í
New York og einn af fremstu læknum Bandaríkjanna, segir m. a. í
grein i læknablaðinu „Journal of the American Medical Associ-
ation“ árið 1947: „Langvinnir sjúkdómar eru meðal hinna stærstu
óleystu vandamála mannkynsins. Ekkert nema aleyðingarstríð get-
ur valdið meiri eyðileggingu en þeir. Þeir eru meðal ægilegustu ó-
vina okkar. Þeir eru öllu öðru fremur auðmýkjandi fyrir hinn sið-
menntaða mann, auk þess sem þeir sjúga úr fólki líkamlegt,
andlegt og siðferðilegt þrek. Þeir eru hættulegustu óvinir allra
framfara. Hversu fjarstæðukennt sem það kann að þykja, þá er
það svo, að þótt læknavisindunum hafi tekizt að bægja frá okkur
hinum bráðu sjúkdómum að miklu leyti, hefir hættan af lang-
vinnum sjúkdómum samtímis orðið meiri en nokkru sinni fvrr“.
Hinir langvinnu sjúkdómar leggjast ekki aðallega á eldra fólk,
eins og lengi hefir verið talið. Rannsókn í Bandarikjunum hefir
sýnt, að þar eru rúmlega 50% sjúklinga með slíka sjúkdóma undir
45 ára aldri, en 16% undir 25 ára aldri og yfir 75% á aldrinum
15—65 ára.