Heilsuvernd - 01.04.1953, Side 25
HEILSUVERND
21
nauðsynlegt á þeim, sem lifðu alveg eða að nokkru leyti
á „nútíma“-mat.
Vegna þessarar reynslu sinnar lét hann marga „nýtizku“-
Eskimóa og Indíána, sem fengið höfðu berklaveiki, taka
upp hið gamla mataræði og lifnaðarhætti. Hann gerði þetta
ekki aðeins vegna þess, að dauðsföli væru færri meðal'
þeirra, sem héldu frumstæðum lifnaðarháttum, heidur
lika vegna þéss, að reynslan varð sú, að meiri hluti þeirra,
sem veiktust, náðu heilsu sinni alveg aftur.
Kynni frumstæðra þjóðflokka af hvítum mönnum og
eftiröpun nútíma mataræðis þeirra hafa oðið þeim til
mikillar óhamingju. Og eftir því sem Dr. Weston segir er
þeim orðið þetta ljóst sjálfum. — Gamlir sjómenn hrósuðu
íbúum Markúsareyja fyrir fegurð og líkamshreysti. Nú
hefir íbúatalan lækkað úr 100 þús. niður í hér um bil tvö
þúsund, aðallega vegna berklaveiki, sem herjað hefir meðal
þeirra, eftir að þeir tóku upp nútíma mataræði. „Það er
líklega hvergi annarsstaðar í heiminum, sem hægt er að
benda á jafnömurlega mynd líkamlegrar hnignunar og ein-
mitt þarna,“ segir dr. Weston. „1 100 manna hópi, fullorð-
inna og barna, voru fæst 10 horuð og með öll greinileg ein-
kenni berklaveiki. Margir þeirra stóðu úti hjá lækninga-
stofu og biðu eftir aðgerð í átta stundir, áður en opnað var.
Verzlunarskip lá á höfninni og færði íbúunum fínt hveiti
og sykur en tók í staðinn þeirra gamla feitmeti kókoshnetu-
kjarna. Ibúarnir hafa yfirleitt hætt að borða sjófang. Fæst-
ir þeirra nærast á gamaldags mat.“
Frumstæðu fólki er það ljóst, að fái móðirin ekki nægi-
legt af heppilegri fæðu, áður en hún elur barn sitt, mun
bæði heilsa hennar og barnsins bíða tjón. Hjá sumum frum-
stæðum þjóðflokkum er það siður og venja, að ungar stúlk-
ur fái sérstakan mat marga mánuði áður en þær gifta sig.
Og í einstökum tilfellum kemur það fyrir, að verðandi
feður fá skammt af sérstakri fæðu. Meðal hinna frum-
stæðu Masaíþjóðflokks í vissum landshlutum Afríku er
ungum stúlkum fyrirskipað að bíða með að gifta sig, þang-