Heilsuvernd - 01.04.1953, Síða 13
HEILSUVERND
9
Hér hefir verið rætt um „lífið í náttúrunni", en í dýpri
skilningi skoðast öll náttúran lifandi, en aðeins á mismun-
andi stigi.
Hin lífræna ræktunaraðferð byggist á skoðuninni um
samstarf í alnáttúrunni, ekki síður en sarnkeppni, enda
er samkeppnin nokkurskonar samstarf. Tegundirnar bæta
hver aðra upp og eru hver um sig liður í heild náttúrunnar.
I náttúrunni fer fram hringrás efna í sambandi við líf-
verurnar, og orsakast hún af uppbyggingu efnisins og
sundrun, svo sem kunnugt er.
Heilbrigðir vefir lífveranna sundrast ekki. Það er hinn
endurskapandi kraftur lífveranna, sem hindrar sundrun-
ina. Þegar plantan t. d. fer að fölna og rotna, þá orsakast
það af þverrandi lífskrafti, sem opnar vírusum, bakteríum,
sveppum og skordýrum leið. Það er hlutverk ræktunar-
mannsins að halda plöntunum á því stigi lífsþróttar, að
þær verði ekki spilliöflum að bráð. Takist það ekki, þá
er lífsþróttur þeirra neðan við það lágmark, að þær séu
hæfar til neyzlu mönnum og æðri dýrum, sem geta ekki
haldizt heilbrigð, þegar til lengdar lætur, á slíkri fæðu.
Þar við bætist, að eiturefni þau, sem beitt er í nýtízku
ræktun, eru beinlínis skaðleg fyrir mannslíkamann. Kopar,
arsen og kvikasilfur í ýmsum samböndum eru notuð í vax-
andi mæli, enda þótt vitað sé, að þau eru hættuleg fyrir
manninn. Ávaxtatré eru úðuð með tjörulyfjum, enda þótt
menn viti, að tjara getur orsakað krabbamein. Plöntúhor-
món eru efni til aukins vaxtar, en í vissum tegundum jurta
valda þau sjúklegum vexti, svo að frumurnar springa og
plönturnar falla saman og deyja. Með þessum hormónum
eru kornakrar sumsstaðar sprautaðir. Menn vita ekki,
hvaða áhrif þetta hefir á líkama manna, sem kornsins
neyta, því að stutt er síðan farið var að nota þessi hormón.
Líklegt er þó, að eðli vaxtarhormónanna færist úr korn-
inu til vissra frumuvefja og líffæra og valdi bólgum.
Eiturlyf gegn skordýrum eru framleidd sterkari og
sterkari og eru nú orðin svo hættuleg, að þeir, sem sprauta,