Heilsuvernd - 01.04.1953, Page 28

Heilsuvernd - 01.04.1953, Page 28
HEILSUVERND Lilja Þorvarðardóttir: Hvítlauksræktun. Einihverntíma mun liafa verið frá því skýrt hér í ritinu, að erfitt væri að rækta hvitlauk hér á landi. En síðastliðið sumar gerði ungfrú Lilja Þorvarðardóttir, ein ötulasta stuðningskona N.L.F.Í., tilraun með að rækta hvítlauk, með þeim árangri, sem lýst er hér á eftir og myndin sýnir. Hefir Lilja góðfúslega orðið við tilmælum HEILSUVERNDAR um að gera stuttlega grein fyrir þessari tilraun sinni, sem sannarlega er þess virði, að eftir henni sé tekið og að fleiri endurtaki liana. Sumarið 1952 setti ég niður nokkra hvítlauka í blett í Aldamótagörðunum í Reykjavík. Þetta var um miðjan júlí, og bjóst ég ekki við neinum árangri, bæði vegna þess hve áliðið var sumars, og ennfremur hafði ég heyrt eða lesið, að ekki væri hægt að rækta hvítlauk 'hér á landi. Ég hafði því ekki ætlað mér að gera neina tilraun í þessa átt. En svo var mál með vexti, að ég átti nokkra hvítlauka, sem voru orðnir spíraðir og óætir, og heldur en að fleygja þeim datt mér í hug að stinga þeim niður í mold. Ég setti laukana í raðir, og voru um 20 sentímetrar milli raða og um 8 sm milli lauka í röðinni. Ég setti þá það djúpt, að spírurnar, sem ekki voru langar, rétt huldust af mold. í garðinum var eingöngu húsdýraáburður, sem ég hafði borið í um haustið, og undanfarin ár hefi ég einvörðungu notað húsdýraáburð og engu sparað til. Laukgrasið kom fljótt upp og spratt vel. Ég vökvaði við og við, en að öðru leyti þurfti ég ekkert fyrir laukun- um að hafa, fyrir utan það að halda arfa í skefjum. Er ekki að orðlengja það, að uppskeran fór fram um miðjan september, lengur gat ég ekki beðið vegna bleytu

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.