Heilsuvernd - 01.04.1953, Síða 14
10
HEILSUVERND
verða helzt að verja sig með gasgrímum, gúmmífötum og
með því að smyrja húðina feiti. Matjurtir eru einnig spraut-
aðar með þessum eiturlyfjum. Má nærri geta, hvort þessi
meðferð hefir ekki áhrif á þær til að rýra gildi þeirra til
manneldis.
I náttúrunni hefir sérhvað sína þýðingu og tilætlun.
Náttúran leitar eftir samræmi og vinnur á móti ein-
hæfni. Ef of mikið eða of lítið er af vissum efnum í jarð-
veginum, kemur þar fram alveg sérstakur gróður, sem
þrífst undir vissum, einhæfum skilyrðum. Á styttra eða
lengra árabili jafnar þessi gróður einhæfnina, þar eð hann
veldur vissum efnabreytingum í jarðveginum. Hið svo-
kallaða „illgresi" verður að skoðast frá þessu sjónarmiði.
Samt skyldu menn ekki láta illgresi vaxa óhindrað í rækt-
unarlandi sínu, en ættu að athuga illgresið og þær bend-
ingar, sem það getur gefið. Á vel ræktuðu landi er auð-
velt að halda illgresinu niðri með venjulegum aðferðum,
án úðunar með illgresiseyðingarlyfjum.
Slík lyf auka á misræmið í jarðveginum, og þess verða
ræktunarplönturnar að gjalda og menn og dýr, sem neyta
þeirra. Nærtækt dæmi er úðun gegn arfa í gulrótagörð-
um. Bragðið af gulrótunum ber greinilegt merki olíu, og
hollustan er eftir því. Af þessum sökum er illgresiseyðingu
með hverskonar efnum hafnað í hinni lífrænu ræktunar-
aðferð. (Niðurlag í næsta hefti).
LÉLEG HERMANNAEFNI AFLEIÐING RÁNYRKJU.
Af hermannaefnum, sem komu til læknisskoðunar í suðurríkj-
um Bandaríkjanna í síðustu heimsstyrjöld, varð að gera 70%
afturreka vegna andlegra og líkamlegra galla. í fylkinu Colorado
reyndust hinsvegar um 70% nýliðanna tækir í herinn. Þessi mis-
munur er talinn stafa af því, að í suðurríkjunum er rányrkja
i algleymingi með tiibúnum áburði og allskonar eiturlyfjum til
að halda jurtasjúkdómum i skefjum. íbúar fjallafylkisins Colorado
halda hinsvegar fast við hinar gömlu og góðu ræktunaraðferðir.