Heilsuvernd - 01.04.1953, Qupperneq 19

Heilsuvernd - 01.04.1953, Qupperneq 19
HEILSUVERND 15 Ég fylgdi samvizkusamlega öllum settum reglum, og að sex vikna dvöl lokinni, fann ég mér til mikillar gleði, að breyting var að koma á heilsuna til hins betra; svefninn var að lagast, og meltingarlíðanin sömuleiðis; blóðprófun sýndi þá 92%. Nú þurfti ég ekki lengur að taka svefn- pillur, sem ég áður gat ekki komizt hjá að nota næstum reglubundið þriðja hverja nótt; ég þurfti heldur aldrei á brjóstsviðadufti að halda. Og þegar þetta er ritað, hefi ég lifað eitt ár á hráfæði að ráði Jónasar Kristjáns- sonar, og iðrar mig þess ekki. Nú mundi ég sakna þess meir en soðnu fæðunnar, er ég skildi við hana fyrir einu ári. Ég hefi nú loks prófað af eigin reynd að lifa á hráu grænmetisfæði eingöngu, og fundið árangurinn. Og ég get því sagt, að orðin ,,móðursýki“ og „ofstæki“ eiga þar ekki heima. Hefi ég nú á þessu eina ári eignazt meiri líkams- og sálarstyrk en ég hefi verið að tapa á mörgum síðustu ár- um. Einrænis- og minnimáttarkenndin er að miklu horfin, og óttinn við martröð sömuleiðis. Ég hefi ekki komizt í það illa ástand síðan fyrsta hálfa mánuðinn í hressingar- heimili N.L.F.I. Og nú hefi ég kastað öllum A-, B-, C- og D-pillum ásamt kalki, magnýl og taugaróandi lyfjum í fullri vissu þess, að ég þurfi aldrei framar að nota þess- háttar vandræða „húmbúgg11. Svo langt sem minnið rekur liðin ár, er þetta fyrsta árið, sem ég hefi ekki fundið til minnstu óþæginda í hálsi og ekki fengið vott af þeim umgangspestum, sem húsgangar eru í höfuðstaðnum, enda þótt ég hafi búið án allrar var- kárni innan um sjúkt fólk. Jafnhliða mataræðinu hefi ég nú notið um hundrað heitra teppabaða ásamt nuddi hjá Jónasi lækni um tvö tímabil, og þess á milli um sextíu gufu- og leirbaða í Hvera- gerði. Árangurinn er sem að ofan greinir. Liðaverkirnir fara þverrandi, í höndum og handleggjum eru þeir að mestu horfnir. Þoli ég nú að gera ýmislegt í höndum tímum sam- an, sem ég áður mátti ekki, án þess að óttast illar af-

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.