Heilsuvernd - 01.04.1953, Side 26

Heilsuvernd - 01.04.1953, Side 26
22 HEILSUVERND að til sá tími er kominn, að kýrnar fá að éta nýtt gróandi gras. Svo eiga stúlkurnar að drekka mjólkina úr kúnum í nokkra mánuði, áður en þær gifta sig. Hjá sumum íbúum Kyrrahafseyjanna er það siður, að þegar einhver kona verður þunguð, þá er höfðingja ætt- bálksins tilkynnt það tafarlaust, en hann útnefnir tvo unga menn til þess að annast um það, að hin væntanlega móðir fái daglega skammt af ætum þörungum (söl), sem hún þarfnast, til þess að ófætt barn hennar fái næringu, sem dugar. Allsstaðar þar sem Dr. Weston dvaldist í þágu mann- eldisfræðinnar — hvort sem það var hjá dvergþjóðunum í skógunum við Amazonfljótið eða meðal Eskimóa nyrzt á jörðinni — þá sá hann, að það var ekki tilviljun sem réði, heldur var það arfgeng þekking í tilliti til mataræðis, sem var undirrótin að líkamshreysti þeirra. Þessi arfgenga þekking hjá frumstæðu fólki er afar merkilegt fyrirbrigði. Það veit til dæmis, hvernig það getur haldið tönnunum fallegum og óskemmdum og líkam- anum stæltum og heilbrigðum. Og stundum býr það yfir þekkingu, sem gerir því fært að komast hjá sérstökum sjúkdómum. — Nútíma læknavísindi eru hreykin af því að hafa uppgötvað, hve áríðandi það er, að joð sé í fæð- unni til þess að forðast skjaldkirtilbólgu. En það er stað- reynd, að hjá mörgum þjóðflokkum í Afríku er það siður að safna saman joðríkum jurtum, sem þeir brenna og nota öskuna til viðbótar daglegum mat, til þess að komast hjá því, sem þeir kalla „stóran háls“ (skjaldkirtilbólgu). Við vitum nú, hvernig á að komast hjá skyrbjúgi. En Indíánarnir vissu það, löngu áður en hvítir menn uppgötv- uðu leyndardóminn. Það er rétt, að Indíánar kölluðu skyr- bjúg „sjúkdóm hvíta mannsins". Við þykjumst af því að geta bent á orsök veikinnar, en hún er vöntun á C-fjörefn- um. Indíánarnir í Norður-Ameríku, sem borða að mestu leyti kjöt af villidýrum, voru vanir að neyta nýrnahett- anna úr elg í þeim tilgangi að forðast skyrbjúg. Nútíma

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.