Heilsuvernd - 01.09.1954, Side 12

Heilsuvernd - 01.09.1954, Side 12
72 HEILSUVERND er réttilega samsett jurtafæða eitt af hinum nauðsynlegu skilyrðum, sem gæta verður, ef slíkt á að takast. Sumir næringarfræðingar ganga jafnvel svo langt að fullyrða, að kjötát loki leiðinni til fullkominnar heilbrigði. En Guðspek- in kennir einnig, að kjötát hafi ekki einungis þau áhrif á líkamann, að hann verði grófari, þyngri á sér og viðnáms- minni gagnvart sjúkdómum, heldur hafi það og spillandi áhrif á sálarlífið yfirleitt. Hún heldur því fram, og styðst þar m. a. við álit sumra nútíma visindamanna, að dýra- vefir varðveiti, hversu soðnir sem þeir séu, suma eiginleika þeirra dýra, sem þeir tilheyra. Þegar dýrakjöts er neytt, tekur því sá, er neytir þess, inn í sig eitthvað af eiginleik- um og sérkennum dýrsins, — verður ofurlítið dýrslegri, of- urlítið jarðhverfari og jarðbundnari eftir en áður. Áhrif í þessa átt eru mest frá holdi stærri dýra, minni frá fugla- kjöti og fiski, en alls engin frá jurtafæðu. 1 þessu sambandi er oft bent á það, að jafnvel meðal dýranna sjálfra láti þessi staðreynd til sín taka. Dýr, sem lifa á jurtafæðu, eins og til dæmis kýr, geitur, kindur, hestar, páfagaukar, dúfur og fleiri, hafa hreina líkama og fíngerða og eru yndisleg á að líta, en dýr þau, sem sjálf eru dýraætur, svo sem til dæmis tígrisdýr, Ijón, refir, rottur, krákur og mörg önnur, eru alltaf óhrein, óþrifaleg og þefill. Hin fyrr nefndu dýr, jurtaæturnar, eru yfirleitt mild og friðsöm, en hin síðar nefndu, kjötæturnar, grimm og vanstillt. 2. Jurtafæða hefur meira næringargildi en samsvarandi magn dýrafæðu. Líkaminn þarf á fjórum tegundum efna að halda til þess að geta haldið sér við. Þau eru: köfnunar- efni, svo kallað kolhydratefni, kolvetni og sölt eða stein- efni. Af öllum þessum efnum er meira í jurtafæðu en í dýrafæðu. Þannig eru t. d. hnetur, baunir, ertur, mjólk og ostur, auðug að köfnunarefni (eggjahvítu). Hveiti, hafrar, hrísgrjón og önnur grjón, ávextir og flestar jurta- tegundir eru auðugust af kolhydrötum, þ. e. sterkju og sykri. Nærri öll köfnunarefnisfæða og jurtaolía lætur í té eggjahvítu eða fitu, en hin dýrmætu steinefni, svo sem

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.