Heilsuvernd - 01.09.1954, Síða 13
HEILSUVERND
73
járn, potassium, kalk, sóda o. fl., sem hreinsa blóðið, flýta
fyrir tæmingu þarma og varna sjúkdómum, er aðallega að
finna í jurtaríkinu. —
3. Það mun hafa verið einhvern tíma eftir 1906, að upp-
götvuð voru hin svo kölluðu fjörefni, vitamín, í ýmsum
fæðutegundum, en þau efni eru lífinu nauðsynleg til vaxtar
og viðhalds. Vaneldi mun oftast mega rekja til skorts á
einhverjum af þessum fjörefnum. Af allri fæðu er jurta-
fæða auðugasta uppspretta þeirra, — sérstaklega þó jurta-
fæða í hráu ásigkomulagi, því að suða dregur úr eða eyðir
með öllu áhrifamagni margra þessara fjörgjafa.
4. Það, sem telja má jurtafæðu til gildis fram yfir dýra-
fæðu, er í stuttu máli þetta:
Jurtafæða veldur síður sjúkdómum en dýrafæða, og er
í raun og veru ágæt vörn gegn mörgum sjúkdómum. Kjöt
er oft mengað hræðilegum sjúkdómum, svo sem krabba-
meini og berklaveiki. 1 fimmtu skýrslu sinni til Leyndar-
ráðs konungs í Englandi staðhæfði prófessor Gamgee, að
einn fimmti hluti þess kjöts, sem neytt er í Englandi, sé
af skepnum, sem haldnar séu illkynjuðum sjúkdómum, þeg-
ar þær eru deyddar. Mjög margir læknar, sem hafa í sönn-
um vísindalegum anda rannsakað áhrif mataræðis á heilsu
manna, banna sjúklingum sínum allt kjötát, — ekki að-
eins til þess að draga úr kvillum, eins og til dæmis gigt
og liðaveiki, heldur einnig til þess að verja þá ýmsum sjúk-
dómum, svo sem krabbameini, botnlangabólgu og berkla-
veiki. Og það er vitað, að ef menn lifa á jurtafæðu, gróa
sár þeirra fyrr en ella, og þeim er síður hætt við hitasótt,
en fái þeir hana, leggst hún ekki eins þungt á þá, og ef
þeir neyttu dýrafæðu. Maðurinn er að eðlisfari jurtaæta
en ekki dýra. Tennur hans líkjast ekki hið minnsta tönnum
rándýra, og meltingarfæri hans líkjast ekki meltingarfær-
um rándýra, og virðast að flestu leyti betur við hæfi jurta-
en dýrafæðu.
Jurtafæða er meiri orkugjafi en dýrafæða. Kjötætur
gorta stundum mjög af likamskröftum sínum, en þær hafa