Heilsuvernd - 01.09.1954, Page 17

Heilsuvernd - 01.09.1954, Page 17
HEILSUVERND 77 búð og skilyrðum, og hægt er að þenja strengi þess hljóð- færis, ef svo mætti segja, til hins ýtrasta, án þess að mikið beri á um ákveðinn tíma. En dagur reikningsskilanna kemur fyrr eða síðar. Náttúran gerir að lokum uppreisn, og þá getur verið komið í svo mikið óefni, að erfitt verði úr að bæta. Þess ber og að gæta, að áhrif venjulegrar fæðu, hvort sem hún er holl eða óholl, eru sjaldnast mjög fljót að koma í ljós og sanna sig, og það er þetta, sem áreiðanlega blekk- ir marga. — Það, sem sumir guðspekinemar og aðrir hafa aftur á móti stundum látið sér verða á, er það, að gera of mikið úr gildi og þýðingu jurtafæðu fyrir andlegan þroska manns, samanborið við annað, sem ennþá meira er um vert, og hefur stundum ekki verið alveg laust við hálf- gerðan tepruskap í þessum efnum. Þeir, sem taka sann- leikann um hið rétta fæðuval full-geyst, hefðu gott af að lesa og hugfesta sér söguna af slátraranum í bók Jóhannesar Hohlenberg um Yoga, en sú bók hefur verið þýdd á íslenzku af þeim Ingimar Jónssyni og Þórbergi Þórðarsyni. Ennfremur tel ég rétt í þessu sambandi að segja gamansögu af Charles Webster Leadbeater. Hann var, eins og kunnugt er, dulfræðingur mikill, og auðvitað strangur jurtafæðuneytandi, það er að segja strangur við siálfan sig í þeim efnum. En einu sinni kom til hans kona, og vildi hún fræðast af honum um sitt af hverju, þar á meðal um það, hverju sá maður, er leitaði andlegs þroska, ætti helzt að nærast á. „Er ekki algjörlega óhjákvæmilegt fyrir menn, sem taka vilja framförum í andlegum efnum, að hafna allri dýrafæðu og nærast aðeins á jurtafæðu?“ spurði hún Leadbeater. Gamli maðurinn svaraði: „Ekki borða nú kýrnar kjöt, og eru þó ekki annað en kýr!“ — Vera má, að konunni hafi þótt þetta heldur snubbótt svar og ekki laust við óþarfan stytting, en það, sem fyrir dulfræðingnum vak- ir, er auðvitað það, að þó að rétt fæðuval sé vissulega mikils virði fyrir andlega þroskaviðleitni manna, verði það harla létt á metunum, ef öðrum skilyrðum er ekki fullnægt

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.