Heilsuvernd - 01.09.1954, Side 24
84
HEILSUVERND
RAUÐKÁL
hefir mjög góð áhrif á kirtlastarfsemi líkamans. Fjörefni A, B og E.
GULRÓFUR
eru bæði ljúffengar og hollar. Þær eru harðgerar og geta staSiS
langt fram á haust. Vaxa mest er fer að skyggja.
Úr rófum hefir nú verið unnið lyf, sem líkur eru taldar til að
vel muni reynast gegn flogaveiki. Er það þá fyrsta lyfið við þeim
sjúkdómi. — Lyf þetta er kallað „Glútamín“. En kannske er það
fulldýrt ennþá, þar sem dagskammtur kostar kr. 3200,00.
Dr. Bailey, bandariskur læknir, sem stjórnar tilraununum, segir
að „Glútamín“ sé fyrsta heilafjörefnið, sem tekizt hafi að fram-
leiða og vonir standi til, að með hjálp þess verði hægt að leysa
ýmsar gátur heilastarfseminnar.
Fregnin greinir ekki, hvort þetta efni sé unnið úr gulrófum. En
víst er, að þær eru hollar. Það er aðalatriðiS.
Kálið er veigamikill C-fjörefnisgjafi, sem vissulega er of lítið
notaður, bæði til mann- og skepnueldis.
Gera þyrfti tilraunir meS geymslu á því og öðru káli.
Væri ekki hægt að geyma það vel fergt í kassa eða tunnu? í sýru
má sjálfsag't geyma það, sé rétt að farið.
KARTÖFLUR.
Kartaflan er upprunnin í Suður-Ameríku. Og enn í dag vex hún
villt í hálendi Ecuador og Peru. Til Evrópu fluttist hún með Spán-
verjum á 16. öld, jafnvel ekki öllu síðar en 1535 að taliö er.
Hér á landi munu kartöflur fyrst hafa verið ræktaðar að Bessa-
stöðum 1758 hjá Hastfer baróni, en séra Björn Halldórsson í Sauð-
lauksdal hélt þeirri ræktun áfram og mun af flestum vera talinn
frumkvöðull kartöfluræktunar hér. Var hann mikill áhugamaður
um garðrækt og frægar eru framkvæmdir hans í Sauðlauksdal á
því sviði. En hann hófst þegar handa um þær, er hann fluttist
þangað 1752.
Allir vita, að kartöflur eru i senn einhver ágætasta og ódýrasta
fæða, sem völ er á.
Tilraunir hafa verið gerðar með kartöflufæði. Sanna þær, að
kartaflan tekur flestu fram um hollustu- og næringargildi. Rúms-
ins vegna verður hér aðeins skýrt frá einni slíkri tilraun, sem
Irving Fischer, prófessor við Yale háskólann í Bandaríkjunum
fékk að gera á 100 föngum, sem þjáðust af ýmsum sjúkdómum, eins
og gengur og gerist.
í 6 mánuði voru þeir eingöngu nærðir á soðnum kartöflum og