Heilsuvernd - 01.09.1954, Blaðsíða 26

Heilsuvernd - 01.09.1954, Blaðsíða 26
86 HEILSUVERND SPÍNAT er upprunniS austur í Asíu. Spínat er auðugt að fjörefnum og jarðefnum, sérstaklega járni. Spínat er bæði blóðhreinsandi og blóðaukandi, hefir örvandi áhrif á efnaskipti líkamans og talið mikilvægt börnum til vaxtar og þroska. TÓM AT AR. Meðal ýmsra þjóðflokka í Suð-Austurlöndum eru tómatar aðal- fæða, borðaðir hráir með lauk, enda eru þeir góðir þannig. Tómatinn er talinn næring sérstaklega góð blóði og taugum. Sumir telja hann góðan við nýrnasteinum. Með næringartilraunum hefur sannast, að tómatar innihalda lifefni, sem efnafræðingum hefur ekki tekist að einangra eða greina. „Vegurinn til heilbrigði liggur gegnum eldhúsið". Dr. med. Olav Sopp. Náttúrulækningafélag Akureyrar hélt aðalfund sinn 11. apríl. í stjórn voru kjörnir: Jón Kristjánsson, verzlunarmaður, form.; frú Guðríður Brynjólfsdóttir, frú Jónína Steinþórsdóttir, Páll Sigur- geirsson, kaupm. og Árni Ásbjarnarson, bóndi. Um síðustu áramót voru í félaginu 157, þar af 5 ævifélagar. Staka send Heilsuvernd. Til að vinna verkin góð og vænstu finna gæði, er heims að tvinna í hverja þjóð heilbrigðinnar fræði. Bjarni Guðmundsson frá Hörgsholti. Dr. Anton J. Carlson, fyrrverandi prófessor við háskólann í Chicago, 'heimskunnur lifeðlisfræðingur, kallar agene taugaeitur og telur það eina af orsökum drykkjufýsnar. Ummyndun eggja- hvítuefnanna af völdum bleikingarefnisins valdi mjög oft tauga- veiklun, sem leiði til ofdrykkju.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.