Heilsuvernd - 01.09.1954, Síða 27

Heilsuvernd - 01.09.1954, Síða 27
HEILSUVERND 87 MUSTERI MUSTERANNA. Framhald af bls. 79. á málinu. Það var alls ekki til þess ætlazt, að þeir yrðu skoðanalausir og reikulir í ráði, heldur voru þeir tamdir við þessa fræðsluaðferð til þess að þeir yrðu víðsýnir menn og rökvísir, lærðu að athuga hvert mál frá sem flestum hliðum og að bera virðingu fyrir fræðilegri ráðvendni. Mér er sagt, að Japanir hafi stundum haft þennan sama sið í gamla daga. Margir nútímamenn hefðu áreiðanlega mikla þörf fyrir að taka þennan sið upp, því að satt að segja er allt of mikið um það, að hvert mál sé gert að til- finninga- og æsingamáli. Mataræðismálið er þar ekki und- anskilið, og má vera að visu, að allir eigi þar einhverja sök, og skal ég ekki dæma þar á milli. — En hvað sem þesr.u líður, verður ekki hjá því komizt að viðurkenna, að flest rök hnígi að því, að jurtafæða sé mönnum æskilegri en dýrafæða, og alveg sérstaklega þeim, sem eitthvað vilja komast áfram í andlegum efnum. Og sá tími mun vissu- lega koma, að litið verður með hryllingi á ýmsar mata- ræðisvenjur nútímans. Börn þessarar aldar eru sjálfum sér einkennilega ósamkvæm. Þau láta sér mjög umhugað um að klæða líkama sinn sem fegurstum klæðum og halda honum hreinum — að utan. Um hinn innri hreinleika líkamans, sem aðeins fæst fyrir lifandi og holla fæðu, er minna hirt, og í mörgum tilfellum ekki neitt. Og hús og hallir eru reist, og ekkert til sparað, að byggingarefni þeirra sé sem haldbezt, en musteri sálarinnar er ekki virt þess að láta sér umhugað um, að byggingarefni þess sé sem beztrar tegundar. Ábyrgðartilfinningin gagnvart hinu göfugasta musteri allra mustera á þessari jörð, líkamanum, er ennþá harla sofandi, jafnvel þó að hún sé farin að rumska og ef til vill orðin glaðvakandi á ýmsum öðrum sviðum. — En ekki getur hjá því farið, að maður, sem farinn er í fullri alvöru að leggja stund á rétt and- legt fæðuval, taki og að sinna þeirri skyldu gagnvart líkama sínum að sjá honum fyrir hinu hollasta fæði, sem völ er á. Fullkomnu lífi er ekki unnt að lifa, nema um sé

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.