Heilsuvernd - 01.09.1954, Qupperneq 28

Heilsuvernd - 01.09.1954, Qupperneq 28
88 HEILSUVERND að ræða rétt andlegt og líkamlegt fæðuval. 1 raun og veru eru þetta tvær hliðar á sama hlut. Þess vegna telja margir Guðspekinemar sig ekki hafa ráð á að ganga fram hjá mata- ræðisvísindunum, eins og þau væru þeim með öllu óvið- komandi. Og sumir þeirra leyfa sér jafnvel að staðhæfa, að meðan mennirnir halda áfram að forherða hjörtu sín og sjá ekkert ljótt eða rangt við hinn hryllilega hernað, sem rekinn er gagnvart dýrarikinu, muni þess ekki vera að vænta, að þeir láti af því að fara með hernað hver gagn- vart öðrum, og ég er ekki fjarri þvi að halda, að þessu kunni að vera svo farið. Ein syndin býður stundum ann- arri heim, þó að lítið beri á, og mörgum sjáist yfir orsaka- sambandið. — En hvað sem því líður, eru bendingar Guð- spekinnar alveg ótvíræðar í þessu efni: Dýrafæðan er út- leiðarfæða. Menn hljóta að vaxa frá henni smátt og smátt, um leið og þeim skilst betur og betur, að líkami þeirra er musteri musteranna á þessari jörð, musteri, þar sem dag- leg guðsþjónusta getur farið fram og á að fara fram, — en án allra blóðfórna. Gretar Fells. Þess er vænzt, að lesendur Heilsuverndar séu svo frjálslyndir, að þeir hneykslist ekki á því, þótt hér sé litið á manneldismál í ljósi guðspekilegra fræða. Þeir, sem á annað borð aðhyllast kenningar náttúrulækninastefnunnar, ættu að fagna þvi, að unnt sé að styðja hana hinum margvíslegustu rökum og renna sem flestum stoðum undir boðskap hennar. — Ýmsir sértrúarflokkar innan kristin- dómsins hafna dýrafæðu, eftir því sem þeim er unnt, og bera þeir fyrir sig sitt af hverju í Biblíunni. Þvi er og ekki að leyna, að þangað má sækja sterk meðmæli með jurtafæðunni — meðmæli, er trú- mennirnir a. m. k., komast varla hjá að rekja til Drottins sjálfs. Væri vissulega ekki úr vegi að athuga þetta betur við tækifæri og koma niðurstöðunum á framfæri við Heilsuvernd. Hugsað þegar ungur höfðingi reyndi að kenna mér íeykingar. Heimskir reykja höfðingjar hamingjuna brenna. Já, villimensku veraldar þeir vilja öðrum kenna. Bjarni Guömundsson frá Hörgsholti.

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.