Heilsuvernd - 01.09.1954, Blaðsíða 29
HEILSUVERND
89
Sigurlaug er fædd 25. sept. 1919. Foreldrar hennar eru
Kristín Guðjónsdóttir og Jón Bjarnason, skipstjóri á Akur-
eyri.
Sigurlaug hefur aflað sér mjög góðrar menntunar í sinni
grein. Var fyrst í Húsmæðraskóla Reykjavíkur, sigldi sið-
an til Danmerkur og var þar 2 ár við nám í Skárup á Fjóni
og síðan % ár í hótel Kilden í Álaborg og lærði þar fram-
reiðslu á smurðu brauði og köldum réttum. En hún lét
ekki hér við sitja. Þegar hún kom heim, fór hún í Hús-
mæðrakennaraskólann. Síðan hefur hún starfað sem mat-
reiðslukennari við Kvennaskólann í Hveragerði.
Sumarið 1953, var hún forstöðukona Hressingar-
hælis N. L. F. 1. í Hveragerði. Innti hún það starf af
hendi með slíkum ágætum, að athygli vakti. Dvalargestir,
sem höfðu víða verið, töldu fæði og framreiðslu standast
fyllilega samanburð við það bezta, sem þeir hefðu kynnzt
erlendis. Ýmsir gestir höfðu einnig orð á hinni sérstaklega
prúðmannlegu og alúðlegu framkomu Siguiiaugar. En það