Heilsuvernd - 01.09.1954, Síða 31
HEILSUVERND
91
TVÖ NÝ FÉLÖG.
Sumarið 1953 voru meðal annarra dvalargesta í Hressingarheim-
ili N. L. F. í. í Hveragerði 3 konur frá Vestmannaeyjum.
í byrjun munu þær ekki hafa hugsað sér þar meira en vikudvöl.
En þeim féll vistin svo vel, að vikurnar urðu 6. Og árangurinn
af dvölinni varð svo mikill, að athygli vakti, er þær komu heim
til Eyja.
Árangrinum lýsti maður einnar konunnar í bréfi á þessa leið:
„Það er ekki ofsagt, hvað heilsu konu minnar snertir, að Jónas
Kristjánsson hafi skapað nýja konu“.
Áður en konurnar kvöddu í Hveragerði, óskuðu þær eindregið
eftir því, að stofnað yrði félag í Vestmannaeyjum. Sömu óskir
bárust þaðan, eftir að þær komu heim. En ýmsra atvika vegna,
gat ekki orðið af för austur fyrr en 29. maí 1954. Þá flaug forseti
N.L.F.I., Jónas læknir Kristjánsson, ásamt framkvæmdastjóra fé-
lagsins, Sigurjóni Danivalssyni, austur. Áhugamenn í Eyjum höfðu
undirbúið fund, og var hann haldinn í samkomuhúsi bæjarins.
Jónas Kristjánsson hélt þar erindi um nauðsyn bættra lifnaðar-
hátta.
Og að erindinu loknu var stofnað náttúrulækningafélag, og
skráðu sig í það á fundinum 25 manns.
í stjórn fyrir félagið voru kjörnir: Sigurður Guðmundsson, for-
maður; Sigurbjörg Benediktsdóttir, varaformaður; Óskar Jónsson,
ritari; Reykdal Jónsson, gjaldkeri; Páll Eyjólfsson, aðstoðar-
gjaldkeri.
Varastjórn: Þorsteinn Steinsson, Hörður Sigurgeirsson, Þuríður
Sigurðardóttir.
Þegar fundurinn var haldinn, var Sigurður Guðmundsson, er
kjörinn var formaður félagsins, hér í Reykjavík. Eftir að hann
kom heim, var haldinn framhaldsstofnfundur og gengið frá lög-
um fyrir félagið, 21. júní.
I fréttabréfi segir Sigurður: „Þar sem stjórnin leit svo á, að
flestir óskuðu, að reynt yrði að útvega félagsmönnum þær nauð-
synjar, sem félagssamtökin mæla með, hafði stjórnin sér til stuðn-
ings lög Pöntunarfélags N.L.F.R.“
Félaginu var valið nafnið: Pöntunarfélagið Heilsurækt. Og hefir
það ákveðið að sækja um upptöku í samtök N.L.F.Í.
„Á framhaldsstofnfundinum voru mættir 35 manns, sem undir-
rituðu lög félagsins og greiddu félagsgjöld sín, 110,00 kr. í stofn-
sjóð félagsins auk ársgjaldsins.“