Heilsuvernd - 01.09.1954, Side 32
92
HEILSUVERND
Þegar bréfið var skrifað, 27. júni, voru félagsmenn orðnir 51.
„Og vitað er um mjög marga, sem ætla að ganga i félagið næstu
daga“, segir í bréfinu.
Ennfremur segir: „Stjórnin hefir þegar fest sér húsnæði, 30m2
að stærð, við eina aðalgötu bæjarins fyrir vöruafhendingu, og
þurfti það talsverðrar lagfæringar við, þar sem þetta var áður
íbúðarhúsnæði.
Að lagfæringu á húsnæðinu hafa einungis unnið félagar í sjálf-
boðavinnu. Og þótt ekki sé nema vika liðin síðan hafin var
standsetningin, þá er hún svo langt á veg komin, að gera má ráð
fyrir, að hægt verði að afgreiða þar fyrstu vörurnar 5.—10. júli.
Sýnir þetta nokkuð þann áhuga, sem ríkjandi er i félaginu, auk
þess, sem slík samlijálp er mjög einkennandi fyrir Vestmanna-
eyinga, þar sem liver hjálpar öðrum, ef þörf krefur. Slík sam-
hjálp hefir gert ýmsum kleift að koma upp yfir sig húsnæði, sem
ella hefði kannske ekki verið hægt.
Kvörn hefir félagið þegar pantað, svo að það geti haft nýmalað
mjöl á boðstólum.
Við horfum bjartsýnir fram á leið, þótt ýmsir erfiðleikar séu
í byrjun. Og við höfum þá trú, að með breyttum og bættum lifn-
aðarháttum, — með aukinni neyzlu lifandi gróðurs mðður jarðar,
skapist hraust sál í heilbrigðum líkama“.
í bréfi 1. júlí segir form. félagsins: „Ég segi þér það í við-
bótarfréttum, að við erum búnir að laga verzlunarhúsnæðið i sjálf-
boðavinnu á kvöldin. Og ég er farinn að halda, að þú hafir verið
sannspár um, að félaginu muni vel farnast".
„Ber er hver að baki
bróður nema eigi.
Nái tíu taki,
tekst þeim margt á degi.“
Fimm sinnum tíu Vestmannaeyingar — kannske eru þeir þegar
orðnir tíu sinnum tíu — hafa tekið höndum saman um nýtt félag,
er hefir það sem höfuðmarkmið að stuðla að hollum lifnaðarhátt-
um. En öllum, sem um það hugsa, er auðskilið, að þorri þeirra
sjúkdóma, sem ræna svo margan vinnuþreki, lifshamingju, fé og
sjálfu lífinu löngu fyrir aldur fram, — eiga rætur sínar i röngum
lifnaðarháttum. Þeim, sem gert hafa sér grein þessara ofureðlilegu
staðreynda, er ljóst, að ekkert er réttum lifnaðarháttum líklegra
til að viðhalda og skapa heilbrigði. Það er því enginn vafi, að
Vestmannaeyingar munu almennt fljótlega læra að meta þetta
nýja félag að verðleikum og stuðla að gengi þess.