Heilsuvernd - 01.09.1954, Page 33
HEILSUVERND
93
Það verður ekki annað sagt en að Pöntunarfélagið Heilsurækt
hafi farið vel af stað. Samstarfs- og samhjálparhugur stofnendanna
getur verið öllum til fyrirmyndar, og atorka þeirra ekki síður.
Um leið og þeir stofna félagið, ráðast þeir í framkvæmdir, sem
sýna glögglega, að þeir hafa fullan skilning á því, að maðurinn
lifir ekki á órðinu einu saman. Þeir vita, hvað þeir vilja og keppa
markvisst frá byrjun að því, að félagið kafni ekki undir nafni.
Og maður þarf ekki að vera sérlega spámannlega vaxinn til að
sjá fyrir, að þar sem samhugur fer saman með atorku og fram-
sýni, muni öllu vegna vel.
Heilsuvernd óskar hinu nýja félagi allra heilla. Megi þar ávallt
ríkja sá áhugi, raunsæi og samheldni, sem í upphafi einkennir
félagið. ________________
Skv. ósk nokkurra áhugamanna i Bolungavík, flaug fram.kv.-
stjóri N. L. F. í. vestur 19. ágúst. Daginn eftir var stofnað þar nátt-
úrulækningafélag.
í stjórn voru kjörnir: Eggert Lárusson, form., og meðstjórnend-
ur Henrik Linnet, héraðslæknir, Álfheiður Einarsdóttir, Jón Þór-
arinsson og Páll Sólmundarson. — Stofnfélagar voru 14.
Sérstaklega ber að fagna því, að héraðslæknirinn gekk í félagið.
Er hann fimmti læknirinn, sem gengur samtökunum á hönd. Og
þegar þetta er skrifað, eru þeir orðnir sex.
Það eru ekki mörg ár siðan hent var gaman að fylgjendum Nátt-
úrulækningastefnunnar. Hún var af flestum talin stefna öfga og
ofstækis. Og það var í raun og veru alveg eðlilegt. Umbótastefnur,
sem brotið hafa í bága við ríkjandi venjur, hafa ávallt og alls
staðar verið stimplaðar sem öfgar og ofstæki. Unnendur þess,
sem hefur verið og er, fella dóm gegn hverri nýbreytni. Dómurinn
er gripinn á lofti af mörgum samunnendum. Og fyrr en varir er
hann orðinn almenn afstaða, mótuð án skoðunar af venjum, sem
almenningur telur goðgá að hagga við.
Það er því ekkert undarlegt, þótt sá, er iifað hefir á kjöti og
fiski sem aðalfæðu og lært hefir að trúa þvi, að kjöt og fiskur sé
allri annarri fæðu kjarnmeiri og betri, bregðist hart við, þegar því
er haldið fram, að jurtafæða sé átrúnaðarfæðu hans hollari. Það
er engin furða, þótt almenningur taki slíkum kenningum fálega
og hendi gaman að þeim, sem leyfa sér að fylgja þvílíkum firrum.
Nú er samt svo komið, að óhætt mun að fullyrða, að það séu
öfgamenn og ofstækis einir, sem viðurkenna ekki Náttúrulækn-
ingastefnuna i grundvallaratriðum. Er það bæði að þakka þeirri
fræðslustarfsemi, sem haldið hefir verið uppi, og hinu ekki síður,
hve margir óvéfengjanlega hafa hlotið heilsubætur cftir að þeir