Heilsuvernd - 01.09.1954, Síða 34
94
HEILSUVERND
fóru að meira eða minna leyti að lifa eftir kenningum stefnunnar.
Þetta er því athyglisverðara sem þeir sjúklingarnir eru fleiri,
er þá fyrst hurfu að Náttúrulækningastefnunni, er þeir höfðu geng-
ið lækna milli árum, jafnvel áratugum saman og notað legio af
lyfjum með litlum, engum eða minni en engum árangri. Náttúru-
lækningastefnan hefir verið þeim þrautalending, síðasta tilraun
í vonlítilli baráttu við sjúkdóma. Og reyndin er sú, að fjöldi sjúkl-
inga hefir fengið meiri eða minni l)ata á skemmri eða lengri tím^
með því að semja sig að kenningum hennar, þ. e. ineð þvi að hverfa
að hollum iifnaðarháttum og þá fyrst og fremst hollara mataræði.
Einn þessara manna er Eggert Lárusson, form. félagsins i Bol-
ungarvík.
Þar sem það er óhrekjanleg staðreynd, að fjöldi sjúkra hefir
öðlazt heilbrigði með því að breyta lifnaðarháttum sinum til sam-
ræmis við kenningar Náttúrulækningastefnunnar, hversu mikið
heilsuleysi og þjáningar mætti þá ekki byggja fyrir, ef menn hyrfu
að hollum lifnaðarháttum, áður en þeir eru orðnir sjúkir, að ég
ekki tali um, ef bernska landsins væri alin upp í góðum skilningi
á gildi hollra lifnaðarhátta og hún fengi að tileinka sér þá af for-
dæmi hinna eldri, sem hún lítur upp til og vill likjast. Og hversu
mikil útgjöld myndu þá ekki einnig sparast einstaklingi og ríki.
Það er víst, að mikið myndi vinnast.
Heilsuvernd óskar einnig Vestmannaeyingum og Bolvíkingum til
víðsýnn, síleitandi, óbókstafsbundinn andi brautryðjandans og
mannvinarins, Jónasar Kristjánssonar, megi ávallt verða þeim
leiðarljós.
Heilsuvernd óskar einnig Vestmannaeyingum og Bolvíkengum til
heilla með liin nýstofnuðu félög. Vonandi tekst þeim, livoru á sín-
um stað, að glæða almennan skilning á gildi hollra lifnaðarhátta.
Þá verða þau heimastöðvum sínum sannköluð heillafélög. Og í
þeim tilgangi eru þau stofnuð. M. M. Sk.
LÆKNIRINN HEFIR ORÐIÐ.
„Það má teljast orðinn ríkjandi skilningur meðal lækna, að
læknisstarfið eigi ekki fyrst og fremst að vera fólgið í meðhöndlun
einstakra líffæra, þótt þess þurfi stundum, heldur sjúklingsins
í heild, bæði líkamlega og sálarlega, og leiðir sá skilningur m. a.
af því, ihve athyglin hefir beinzt að sálrænum orsökum sjúkdóma.
Sérfræðingar á ýmsum sviðum eru nauðsynlegir menn, en jafn-
framt hættulegir leiðtogar, af þvi að sjóndeildarhringur þeirra
þrengist við stöðuga rýni á takmarkað svið. Það þarf venjulega
menn með yfirsýn, „syntetiskt“ viðhorf, til þess að vinna úr
niðurstöðum þeirra“. (Páll V. G. Kolka, læknir, í Mbl. 24. nóv 1953).