Heilsuvernd - 15.12.1958, Blaðsíða 18

Heilsuvernd - 15.12.1958, Blaðsíða 18
110 HEILSUVERND aftur út í blóðið). Margskonar eiturefni geta líka valdið svipuðum skemmdum á lifrarfrumunum. Áfengi er eitt þeirra efna. Við neyzlu áfengis sezt fita í lifrarfrumurnar, og dreg- ur við það úr starfsgetu þeirra. Af þeim sökum er var- hugavert að taka inn svefnlyf undir áhrifum áfengis. 1 flestum svefnlyfjum eru eiturefni, sem lifrin gerir óskað- leg, og stafar því aukin hætta af þeim, ef starfshæfni lifrar hefir verið skert til muna. Sé áfengis neytt daglega að einhverju ráði, fá lifrarfrumurnar aldrei ráðrúm til að jafna sig. Er þá hætt við varanlegum skemmdum, sem lýsa sér í því, að frumurnar skorpna og eyðast, og af því dregur sjúkdómurinn nafn sitt, lifrarskorpnun. Gengur þetta stundum svo langt, að það leiðir sjúklinginn til dauða. Hér á landi er lifrarskorpnun mjög sjaldgæf, sem betur fer. Á Norðurlöndum er hún einnig sjaldgæf. Samkvæmt upplýsingum frá upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna dóu 3—6 manns af hverjum 10.000 íbúum úr þessum sjúk- dómi árið 1955. Árið 1956 varð hann hinsvegar 32 mönnum að bana í Frakklandi og 28 mönnum í Portúgal, af hverjum 10.000 íbúa. Þessi sjúkdómur er m. ö. o. 5—10 sinnum tíð- ari í þessum suðrænu löndum en á meðal Norðurlandabúa. Islendingar hafa fengið það orð á sig, bæði hérlendis og erlendis, að þeir kunni ekki að fara með áfengi. Sama orð fer af Norðurlandabúum yfirleitt í suðlægum löndum. Hinsvegar er bent á Frakka og aðrar Suðurlandaþjóðir sem fyrirmynd í meðferð áfengis. Þar sé áfengis-„menning“, sem við eigum að tileinka okkur. Umgengni Islendinga við Bakkus er með þeim hætti, að mikið ber á henni út á við. Menn drekka áfengi yfirleitt til þess að verða hreyfir, til þess að finna á sér, verða ,,samkvæmishæfir“, og í litlum bæjarfélögum ber þá næsta mikið á því, ef einhver fer yfir markið. Hinsvegar neyta tiltölulega fáir áfengis daglega. 1 Fraklandi er áfengi daglegur drykkur á borðum flestra manna, karla, kvenna og jafnvel barna á unga aldri. Er

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.