Heilsuvernd - 15.12.1958, Blaðsíða 9
HEILSUVERND
101
Það vakti sérstaka athygli höfundar, hve vel börnin
þoldu kulda. Þegar hann varð að bretta upp frakkakrag-
anum til að halda á sér hita, voru börnin að leikjum úti,
berhöfðuð og jafnvel berfætt, vaðandi í jökulvatninu.
Price skoðaði tennur fyrst og fremst í börnum á skóla-
aldri, frá 7—16 ára. Hann fann að meðaltali eina skemmda
tönn hjá 3. hverju barni, eða milli 1 og 2 skemmdar tenn-
ur af hverjum hundrað. Hann skoðaði einnig tennur full-
orðinna. Fyndi hann þar skemmda tönn, varð hann þess
oftsinnis vísari, að skemmdin hafði komið við eins tii
tveggja ára dvöl utan átthaganna ,en eftir heimkomuna
hafði tekið fyrir frekari tannskemmdir.
Höfundur rannsakaði fjörefni í mjólk dalbúa, og reynd-
ust þau meiri en annarsstaðar í Sviss eða í Bandaríkj-
unum.
1 öðrum afskekktum dal, Vispdal, fann höfundur skemmd
í 2.3% þeirra tanna, er hann skoðaði. Mataræði var þar
líkt og i Lötschendal. Húsmæður bökuðu rúgbrauð til eins
mánaðar í einu, og hefir reynt mikið á tennur fólks að
vinna á því.
I Ayerþorpi við Rón fann höfundur einnig rúmlega 2%
tanna með skemmdir, og matræði var líkt og að ofan er
lýst. En í Vissoieþorpium klukkustundar gang frá Ayer,
voru tannskemmdir orðnar um 20%, þ. e. 5. hver tönn
skemmd. Skýringin var einföld: Þangað var kominn ak-
vegur fyrir nokkrum árum, og íbúarnir fengu nóg af
hveitibrauði, sykri og kökum.
Enn verri var útkoman í fjallaþorpinu St. Moritz. Þar
var nærfellt 3. hver tönn skemmd (30%), þrátt fyrir það
að tennur barna voru vel hirtar og burstaðar reglulega.
I hinum fyrrgreindu byggðarlögum var tannburstinn yfir-
leitt óþekktur og börnin með þykkt lag matarleifa á tönn-
um, sem eigi að síður voru óskemmdar. Þetta sýnir, að
sú kenning fær ekki staðizt, að matarleifar í munni og
á tönnum eigi sök á tannskemmdum. Börnin í St. Moritz,
voru í náinni snertingu við menninguna, þar var nóg af