Heilsuvernd - 15.12.1958, Blaðsíða 22

Heilsuvernd - 15.12.1958, Blaðsíða 22
114 HEILSUVERND Um kálmaðk í gulrófum I Heilsuvernd 1951, 1. og 4. hefti, segir Jón Arnfinnsson, garðyrkjumaður, frá því, hvernig hann útrýmdi kálmaðki úr rófnagarði með því að bera í garðinn hrossatað, sem hitnað hafði í. Hann gerði þetta tvö ár í röð með sama árangri, en mikið var um kálmaðk í nágrannagörðum, og áður hafði maðkurinn einnig lagt undir sig garð Jóns. Jón var sannfærður um, að það var ekkert annað en áburðurinn, sem hafði rekið maðkinn á flótta, eða öllu heldur kálfluguna. Nýlega hefir norðlenzkur bóndi skýrt mér frá eftirtekt- arverðri reynslu, sem staðfestir svo sem bezt verður á kosið skoðun Jóns Arnfinnssonar. Jón Guðmundsson, bóndi að Molastöðum í Fljótum, sáði gulrófnafræi í garð sum- arið 1957. Hann átti lítinn hrossataðshaug, sem hitnað hafði í, og bar hann í garðinn. En haugurinn entist ekki nema í um það bil hálfan garðinn, svo að hann notaði til- búinn áburð í hinn hlutann, og hann mundi nákvæmlega, hvar markalínan lá. Þegar rófurnar voru teknar upp um haustið voru flestar rófur maðkétnar í þeim hluta garðs- ins, sem tilbúna áburðinn fékk, eins og verið hafði undan- Mjólkurframleiðsla þarf miklum mun minna landrými en kjötframleiðsla. Þessar tölur sýna, að það er mikil sóun á landrými að breyta jarðaruppskerunni í kjöt. Reiknað hefir verið út, að til að framleiða venjulegt enskt fæði þurfi um 2/3 úr hektara, og af því landrými fari langmestur hlutinn, um 4/5 hlutar, til framleiðslu á kjöti, hitt til að framleiða mjólk, kornmat, aldin og græn- meti. Hinsvegar nægi 1/5 úr hektara til að fæða mann, sem lifir eingöngu á mjólkur- og jurtafæðu. <o>

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.