Heilsuvernd - 15.12.1958, Blaðsíða 32

Heilsuvernd - 15.12.1958, Blaðsíða 32
124 HEILSUVERND uppi á teningnum, ef hún reyndi að nærast. Meðul komu ekki að neinu gagni, og eina von móðurinnar var nú sú, að mér mætti verða eitthvað ágengt. Það reyndi orðið mjög á hjarta sjúklingsins og æða- slátturinn var orðinn veikur. Blóðrásin í lungunum var orðin mjög hæg, eins og greinilega kom fram í því, að annar tónn lokunnar í lungnaslagæðinni var aukinn. Síð- ustu dagana hafði líkamshitinn verið of lágur, og mátti af því ráða, að sjúklingurinn væri að örmagnast. Það var augljóst, að Hanny litla var með innvortis berkla. En auk þess hafði berklabakterían hreiðrað um sig í liða- mótum víða, t. d. í litlafingri hægri handar, í miðhandar- beini sömu handar og síðar í hægri sköflungi. Þessi sýkla- hreiður höfðu orðið til með þeim hætti, að bakterían hefir borizt þangað með blóðrásinni. Ef viðnámsþróttur líkamans er eins og vera ber, ræður blóðið niðurlögum flestra sýkla. Líkami Hanny litlu hefir því ekki ráðið yfir nægum varnarmætti í baráttunni við sjúkdóminn, fyrst berklasýkillinn gat borizt þessa leið heill á húfi. Foreldrar Hanny voru heilbrigð, en faðir hennar var að vísu horaður og veikbyggður, og öll systkini hans höfðu haft berkla. Móðir hennar leit mjög þreytulega út, en það var ekki nema eðlilegt eftir hina löngu og erfiðu hjúkrun. Tveir bræður Hanny, 17 og 18 ára, voru kraftalega vaxn- ir, og að því leyti ólíkir henni. Hanny hafði alltaf verið veil, eins og gamlar ljósmyndir af henni báru vott um. Móðir hennar sagði mér, að hún hefði verið með bólgna hálseitla, þegar hún var hálfsannars árs (það hefir verið fyrsti votturinn um berklasýkingu). Þegar hún var 12 ára, fékk hún þurra brjósthimnubólgu, en stingurinn hvarf eftir fáeinar vikur. Þegar hún var 13 ára, kvartaði hún oft um magaverki. Læknirinn hafði á orði, að það mundi stafa frá botnlanganum. Ári síðar hóf- ust magaverkirnir á ný, og loks fékk hún ákafa krampa, sem vöruðu nokkra daga, unz niður af henni gengu orm- ar, sem fylltu heilan pott. Eftir það bar ekkert á maga-

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.