Heilsuvernd - 15.12.1958, Blaðsíða 16

Heilsuvernd - 15.12.1958, Blaðsíða 16
108 HEILSUVERND llm kúabólnsetningu 1 flestum vestrænum löndum mun kúabólusetning vera lögskipuð og yfirleitt ekki hægt að fá undanþágur frá þeirri kvöð. Þó hafa jafnan verið nokkuð skiptar skoðanir um nauðsyn og nytsemi bólusetningarinnar. Hinsvegar verða börn oft lasin eftir bólusetninguna; þau fá í raun- inni væga mynd af bólunni, ef bólan á annað borð kemur út; sum verða heiftarlega veik, og dauðsföll koma fyrir við og við. Sumir telja þessa hættu meiri en áhættuna af því að hafa börn óbólusett, enda veitir bólusetningin ekki nema nokkurra ára ónæmi gegn þessum sjúkdómi. Með núverandi skipulagi heilbrigðismála væri hægt að framkvæma bólusetningu á skömmum tíma, ef hættu bæri að höndum. 1 Englandi hefir ekki verið skyldubólusetning síðustu 60 árin, þannig að fólki er í sjálfsvald sett, hvort það lætur bólusetja börn sín eða ekki. 1 vissum tilfellum fylgir bólusetningu sérstök áhætta. Svo er t. d. um börn með eksem, á tímum þegar mænuveiki gengur er varhuga- vert að bólusetja, því að bólusetningin virðist veikja mót- stöðu barnsins gegn þeim sjúkdómi, og raunar fleiri sjúk- dómum, svo sem kvefi og fleiri veirusjúkdómum. Börn með berkla, sykursýki og ýmsa fleiri sjúkdóma er talið hættulegt að bólusetja. Ber þeim, sem bólusetninguna framkvæma, að sjá til þess, að börn séu ekki bólusett undir þeim kringumstæðum. Eins og kunnugt er, má ekki ferma börn, nema þau hafi verið bólusett, og þau fá heldur ekki aðgang að framhaldsskólum. Frá þessum ákvæðum er víða ekki gert ráð fyrir neinum undanþágum. Nýlega hafa þó verið samþykkt í Svíþjóð lög, sem heim- ila undanþágu frá kúabólusetningu, ef forráðamaður barns óskar þess og sækir um það til réttra aðila. Engar sérstakar ástæður þarf að bera fram, en umsækjandi þarf að leggja fram með umsókninni vottorð frá lækni

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.