Heilsuvernd - 15.12.1958, Blaðsíða 29

Heilsuvernd - 15.12.1958, Blaðsíða 29
HEILSUVERND 121 Næringartilraun á börnum Árið 1933 lauk athyglisverðri næringartilraun í munað- arleysingjahæli í borginni Mooseheart, Illinois, Bandaríkj- unum. Læknir að nafni M. T. Hanke stjórnaði tilrauninni, sem stóð yfir í þrjú ár. Öll börnin, 1300 að tölu, fengu samskonar viðurværi, að öðru leyti en því, að 200 börnum — auðvitað alltaf hinum sömu — var gefinn hálfur lítri af appelsínusafa á dag. Fæði barnanna er ekki lýst nánar, en tekið er fram, að það hafi verið venjulegt, gott fæði. Læknar fylgdust nákvæmlega með heilsufari allra barn- anna. Börnin, sem appelsínusafa fengu, báru langt af hin- um, hvað heilsufar snerti. Þau fengu miklu sjaldnar kvef og aðra næma sjúkdóma, og tannskemmdir voru miklu minni meðal þeirra, svo og bólgur í tannholdi og ígerðir undir tönnum. Þetta var eingöngu appelsínusafanum að þakka. Hins vegar má ekki draga þá ályktun af tilrauninni, að aldin- safi — eða C-fjörefni — sé einhlítt ráð til að útrýma tannveiki og næmum sjúkdómum, né heldur, að nauðsynlegt sé að drekka hálfan lítra á dag af aldinsafa, til þess að ná þeim árangri, sem að ofan er lýst . C-fjörefni er aðeins einn af mörgum þáttum nauðsynlegrar næringar. Og sé nóg til af nýju grænmeti og rótarávöxtum, er auðvelt að komast af án nýrra aldina, þó að æskilegt sé að geta haft þau á borðum að staðaldri. (Úr Health Culture). þjóðina stórfé í vinnumissi og tannviðgerðum og öðrum sjúkrakostnaði. Burt með sælgætið. Burt með sælgætis- sölur frá slcólunum“. (Að mestu þýtt úr sænsku).

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.