Heilsuvernd - 15.12.1958, Blaðsíða 11

Heilsuvernd - 15.12.1958, Blaðsíða 11
HEILSUVERND 103 Lífrænar ræktunaraðferðir Fyrir nokkrum árum birtust hér í ritinu allítarlegar lýsingar á ræktunaraðferðum, sem fólgnar eru í því, að notaður er eingöngu safnhaugaáburður í garða, á akra eða tún. I safnhaugana er notaður húsdýraáburður, ef til er, hálmur, moð, allskonar úrgangur innanhúss og utan, svo sem kál, kartöflugras, einnig mold og jafnvel hey. Það hitnar í haugnum fyrir starfsemi gerla, og sé rétt að farið, verður hann á nokkrum vikum eða mánuðum að fínni, ilm- andi mylsnu. Sumir leggja mikið upp úr því að setja ákveð- in efni í hauginn til að örva efnabreytingar, en aðrir telja það ekki skipta máli. Þessar aðferðir þykja gefa betri raun en notkun tilbúins áburðar, eða húsdýraáburður notaður á venjulegan hátt. Áburðurinn nýtist til fulls, enginn úrgangur eða afrakstur verður, og auk þess verður uppskeran öruggari. En aðal- kosturinn við þessa aðferð er sá, að gróðurinn, sem upp af honum vex, öðlast mikla mótstöðu gegn sjúkdómum. Gildir það jafnt um sjúkdóma, sem stafa af veirum, bakter- íum, möðkum eða öðrum sníkjudýrum, eða af efnaskorti. Auk þess er talið, að jurtir, sem upp af þessum áburði vaxa, hafi meira næringargildi en ella. I Heilsuvernd hefir verið skýrt frá hinum stórmerku tilraunum Howards í Indlandi, frá danska félagsskapnum, sem telur mörg hundruð bændur og garðyrkjumenn og notar þessar að- ferðir, frá útbreiðslu þeirra á Norðurlöndum og í Englandi og frá félagsskapnum Soil Association í Englandi. Ættu þeir sem vilja kynna sér þetta nánar, að afla sér eldri hefta Heilsuverndar, því að í stuttu máli er ekki hægt að rifja þær greinar upp, svo að gagn sé að. Hinsvegar verð- ur reynt að láta lesendur Heilsuverndar fylgjast með því markverðasta, sem gerist í þessum efnum. Félagið Soil Association í Englandi fékk til umráða all-

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.